Sjoerd Westbroek er búsettur í Rotterdam.  Hann lauk námi í listkennslu frá ArtEZ Arnhem og meistaranámi í myndlist frá Piet Zwet stofnuninni í Rotterdam og Háskólanum í Plymouth í Englandi.  Hann er nú að ljúka námi í heimspeki við Erasmus Háskólann í Rotterdam.  Árið 2013 bauðst honum rannsóknarstaða við Jan Van Eyk akademíuna í Maastricht fyrir einstaklingsverkefnið Exercising Hesitation.  Árið 2012 var hann í vinnustofudvöl í Air Berlin sem styrkt var af Mondriaanfonds í Amsterdam í samvinnu við listamannateymið ADA sem hann er stofnandi og meðlimur að.  Hann hefur sýnt verk sín víða í Hollandi og í Evrópu og kennir við Willem de Kooning Academy og Piet Zwart Instititute í Rotterdam.

 

Í fyrirlestrinum mun Sjoerd fjalla um rannsóknarverkefnið Exercising Hesitation ásamt nálgun sinni í listkennslu. Í verkum sínum reynir Sjoerd að skoða stöðu sína sem listamanns í misjöfnum aðstæðum og hvernig þær aðstæður geta tengst innbyrðis og myndað ólíka heima.

 

„In general terms, my aim is to think through how this shifting between roles takes place, what exactly these spaces are which one can occupy as an artist and how these relate to each other. I am interested in finding moments of hesitation, in which interaction with a work or thing is somehow suspended, before the desire to see something meaningful has been fulfilled“

 

Á meðal nýlegra sýninga Sjoerd eru Shift & Drift, TENT Rotterdam í Rotterdam 2015 og MoMart í Art Rotterdam 2014.

 

Nánari upplýsingar um Sjoerd er að finna á vefsíðunni: http://sjoerdwestbroek.nl/

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Opnir fyrirlestrar í myndlistardeild

 

Á ári hverju heldur fjöldi lista- og fræðimanna erindi um verk sín og hugmyndir á fyrirlestrum í myndlistardeild. Fyrirlestrarnir eru opnir almenningi og er ætlað að kynna margþætt viðfangsefni úr heimi lista og samtímamenningar og hvetja til umræðu um þau. Fyrirlestrarnir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar og eru ætlaðir til að efla tengsl milli nemenda og starfandi lista- og fræðimanna. 

 

Fyrirlestrar í myndlistardeild fara fram í fyrirlestrarsalnum að Laugarnesvegi 91. Þeir eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis.