Barnamenningarhátíð 25. – 30. apríl 8.30 - 16.30, Grasagarðinum í Reykjavík.  
 
Hvað leynist í náttúrunni sem við höfum aldrei séð eða heyrt?
 
Rúmlega sjötíu nemendur í 5. bekk Laugarnesskóla standa fyrir sýningu á listrænum afrakstri spennandi þriggja daga rannsóknasmiðju í samvinnu við listkennslunema Listaháskóla Íslands og Grasagarð Reykjavíkur. 
 
Markmið smiðjunnar og sýningarinnar er að vekja athygli á þeim áhrifum sem einstaklingurinn hefur á sitt nánasta umhverfi og náttúruna, í dag og í framtíðinni.
 
Í vinnusmiðjunni er lögð áhersla á fagurfræðilegar upplifanir þátttakenda með áherslu á skynjun eða upplifun þeirra á umhverfinu. Í vinnunni er einnig lögð áhersla á að þátttakendur smiðjunnar vinni út frá skynfærunum.
 
Smiðjan byggir á virku samspili þátttakenda við umhverfi Grasagarðsins og umræðum um hvernig við byggjum sanngjarnt samfélag sem stuðlar að sjálfbærni.