Listaháskóli Íslands og Háskóli Íslands kynna með stolti:

Fyrsta íslenska ráðstefnan um dægurtónlistarfræði

 
Listaháskóli Íslands og Háskóli Íslands kynna með stolti fyrstu íslensku ráðstefnuna um dægurtónlistarfræði.  Fer hún fram í báðum skólum, föstudaginn 22. apríl, 2016.
Innlendir sem erlendir fræðimenn halda tölur á ráðstefnunni en lykilerindið er í höndum Dr. Nick Prior, deildarstjóra félagsvísindasviðs Háskólans í Edinborg (sem er það tíunda besta í heimi). Dr. Prior er einn mikilhæfasti dægurtónlistarfræðingur samtímans en rannsóknir hans á tengslum menningar, dægurtónlistar og tækniframfara hafa vakið heimsathygli á undanförnum árum.
Þau Þorbjörg Daphne Hall, lektor við LHÍ, Dr. Viðar Halldórsson, Dr. Davíð Ólafsson og Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við HÍ, eru fulltrúar Fróns á meðan þær Dr. Áine Mangaoang og Emily Baker, doktorsnemi, koma frá háskólanum í Liverpool. Ráðstefnu lýkur með pallborði og opnum umræðum og þar tekur Dr. Páll Ragnar Pálsson, tónskáld, tónlistarfræðingur, gítarleikari Maus og kennari við LHÍ þátt ásamt fyrirlesurum. 

Ráðstefnan er haldin til að styðja við sýnilegan vöxt í dægurtónlistarfræðum hérlendis. T.a.m. var námskeiðið „Félagsfræði dægurmenningar“ haldið í fyrsta skipti í HÍ síðasta vor og námskeiðið „Menningarfræði dægurtónlistar á tuttugustu öld“ var haldið nú í vor. Síðasta haust fór námskeiðið „Popp- og rokktónlist í fræðilegu ljósi“ fram í Endurmenntun og væntanlegir útskriftarnemar, veri þeir í LHÍ eða HÍ, eru í auknum mæli farnir að skrifa um dægurtónlistartengd efni.

 
Ráðstefnan fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis. Lærðir sem leikir eru hvattir til að mæta og kynna sér þessi zizzlandi, bubblandi, sjóðandi fræði.
 

Föstudaginn 22. apríl, 2016

HÍ, Oddi 101 11.30 – 12.30:
Dr. Nick Prior, félags- og dægurtónlistarfræðingur spjallar við Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamann og –fræðing.
 
LHÍ, Sölvhólsgötu 13.30 – 17.00:
Lykilerindi: Popular Music Scenes: Spatiality, Sociality and Circulation
Dr. Nick Prior, deildarstjóri félagsvísindasviðs Háskólans í Edinborg.
 
Nemendaerindi: Unnið upp úr námskeiðinu Menningarfræði dægurtónlistar á tuttugustu öld sem kennt var í HÍ í vor.
 
Popular Music research in Iceland
Arnar Eggert Thoroddsen MA, aðjúnkt við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
 
Mapping Popular Music: A Dublin Case Study
Dr. Áine Mangaoang, Háskólanum í Liverpool
 
From Turf to Techno: Historian´s Venture into Contemporary Popular Music
Dr. Davíð Ólafsson, aðjúnkt í menningarfræði, Háskóla Íslands
 
Age in the age of Auto tune: The (re)construction of Aretha Franklin
Emily Baker MA, tónlistarmaður og doktorsnemi við Háskólann í Liverpool
 
Collaborative Circles: The Case of Icelandic Popular Music
Dr. Viðar Halldórsson, Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands
 
Sounds Icelandic?: Popular Music, Place and Identity
Þorbjörg Daphne Hall MA, lektor í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands
 
 
Pallborð: Fyrirlesarar auk Dr. Páls Ragnars Pálssonar, tónskálds, tónlistarfræðings og kennara við LHÍ.
 
Umræður og spurningar úr sal

___

Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis. Lærðir sem leikir eru hvattir til að mæta.
 
„There‘s a reason why popular music is popular“