Jens Harald Bratlie er einn af fremstu píanóleikurum Norðmanna. Hann hefur leikið með hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjum Norður-Ameríku auk þess að koma fram sem einleikari og á kammertónleikum en hefur hann unnið til fjölmargra verðlauna fyrir leik sinn. Bratlie er mikilsvirtur kennari og er hann prófessor við  Tónlistarháskólann í Osló þar sem hann hefur kennt frá árinu 1973 auk þess sem hann var rektor skólans á árunum 1999-2002. Hann heldur masterklassa víða um heim og er það mikill fengur fyrir Listaháskólann að fá hann í heimsókn.

Prófessor Bratlie mun fjalla um og leika tvö norsk tónverk, samin með hundrað ára millibili. Það eru verkin: Sonata no.2 “La Notte” (1976) eftir Antonio Bibalo (1922-2008) og Ballade op.24 (1876) eftir Edvard Grieg (1843-1907).

Miðvikudaginn 9. mars kl. 17:00 mun hann halda masterklass fyrir píanónemendur skólans í Sölvhóli. 

Báðir vðburðirnir eru öllum opnir.