Masterklass miðvikudaginn 27.apríl kl. 15:00 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13.

Allir velkomnir!

Skoski píanóleikarinn Steven Osborne  leikur nú einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í þriðja skipti. Hann vann til fyrstu verðlauna í Clara Haskil og Naumburg píanókeppnunum og árið 1999 hlaut hann heiðurstitil BBC “New Generation Artist”.

Píanóleikur og upptökur hans hafa hlotið frábæra dóma og viðurkenningar, m.a. BBC Music Award ‘Best of the Year’ Gramophone ‘Critics Choice’, Deutscher Schallplattenpreis, Gramophone Awards o.fl.

Í masterklassinum munu nemendur LHÍ leika verk eftir Bach og Messiaen og þakkar tónlistardeild  Steven Osborne sérstaklega fyrir  góðvild hans að heimsækja skólann.