Bregður birtu

Í fyrirlestrinum fjalla arkitektarnir Hrefna Björg Þorsteinsdóttir og Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir um valin reykvísk fjölbýlishús með það að markmiði að rannsaka hvernig samspil dagsbirtu og rýma hefur þróast á síðastliðnum 100 árum eða svo. Hólmfríður og Hrefna lærðu arkitektúr við Arkitektaháskólann í Osló og útskrifuðust þaðan árið 1994. Þær hafa starfað saman síðan og reka arkitektastofuna Arkibúlluna og hafa m.a. verið tilnefndar til Mies van der Rohe, evrópsku arkitektaverðlaunanna og Menningarverðlauna DV fyrir verk  sín. Þær hafa kennt við námsbraut í arkitektúr við Listaháskóla Íslands frá stofnun hönnunar- og arkitektúrdeildar og voru árið 2019 ráðnar prófessorar við námsbraut í arkitektúr við deildina.
 

Sneiðmynd 2020

Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
Hádegisfyrirlestrarnir eru í sal A í húsnæði Listaháskólans að Þverholti 11 milli klukkan 12:15 – 13:00.
 
Dagskrá
 
29. janúar 2020
Hlutir, samtal og samhengi
Theódóra Alfreðsdóttir
vöruhönnuður og aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
19. febrúar 2020
Bregður birtu
Hólmfríður Ósman Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir
arkitektar og prófessorar við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
11. mars 2020
Öll @x!#(‘‘=$ Mistökin 
Jón Helgi Hólmeirsson
vörhönnuður og stundakennari  við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
29. apríl 2020
Óklæði
Eva María Árnadóttir
fatahönnuður og aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands