Ómkvörnin er uppskeruhátíð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk tónsmíðanema eru flutt af flytjendum tónlistardeildar sem og tónlistarfólki annars staðar frá.

Ómkvörnin verður haldin hátíðleg í níunda sinn dagana 13. og 14. janúar í Kaldalóni, Hörpu.

Í þetta sinn verða fernir tónleikar:
Mix - 13. jan kl. 18:00
Dux - 13. jan kl. 21:00
Aux - 14. jan kl. 13:00
Vox - 14. jan kl. 16:00

Nákvæm dagskrá auglýst síðar.