Artist, book-maker & bookseller

Mark Pawson er listamaður, bókagerðamaður og bóksali sem mun halda opinn fyrirlestur í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, miðvikudaginn 5. desember næst komandi klukkan 12:15. Pawson er mikill áhugamaður um myndir og hefur ástríðu fyrir aðgengilegum, ekki of dýrum og ekki of tæknilegum prentaðferðum.  Upphálds leikföng/verkfæri hans eru gúmmístimplar, ljósritunarvélar og Gocco þrykk. Þegar hann var ennþá í skóla uppgötvaði hann hin alþjóðlegu samtök Póst listamanna (e. The international Mail Art network), síðan þá hefur hann verið eins manns framleiðslulína sem skapar og selur bækur, póstkort, merki, fjölprent, stuttermaboli og aðrar ómissandi vörur. Pawson hefur unnið með skartgripahönnuðinum Tatty Devine og vann með Levis Vintage Clothing. Þær bækur sem hann hefur gefið út sjálfur eru á mörkum tímarita og listamannabóka og hefur bókasafn Tate listasafnsins, National Art Library í Victorian and Albert Museum í London, og MOMA í New York keypt bækur hans. Hann býr í London.
Mark Pawson er gestakennari í prentnámskeiði hjá hönnunar- og arkitektúrdeild sem lýkur með því að nemendur sýna og selja verk sín á Reykjavík Zine and Print Fair í Iðnó, sunnudaginn 9. desember 2018.
 
Á Gestagangi býður hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands alla velkomna á opna hádegisfyrirlestra í sal A, Þverholti 11. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 12:15. 
Með Gestagangi er ætlunin að veita áhugasömum innsýn í þær rannsóknir og störf sem eiga sér stað í hönnun og arkitektúr bæði hérlendis og erlendis. Gestirnir koma víða að og munu varpa skýrri mynd á fjölbreytileika hönnunarsamfélags samtímans. Fyrirlesararnir eiga það allir sameiginlegt að vera stundakennarar eða erlendir gestakennarar við hönnunar- og arkitektúrdeild og leiðandi hönnuðir á sínu fagsviði.