Málstofur meistaranema í listkennslu verða laugardaginn 4. júní frá klukkan 12:30-16:00.
Meistaranemar í listkennslu kynna lokaverkefni sín í málstofum sem eru opnar öllum og fara fram í húsnæði listkennsludeildar, Laugarnesvegi 91.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Meistaraverkefni listkennsludeildar eru með margvíslegu móti. Í formi fræðilegra ritgerða, nýs námsefnis, viðburða á vettvangi, eigindlegra rannsókna eða listsköpunar þar sem aðferðum rannsókna er beitt. Verkefnin tengjast öll kennslu eða miðlun á listum á einhvern hátt.
Kynningarnar verða með fjölbreyttu sniði; fyrirlestar, sýning, sýnikennsla, leiðsögn, myndlistarverk ofl. 

Dagskrá:

12:30 - 12:50 Halldóra Björnsdóttir, leikkona. 
Af leiksviði í skólasamfélag.
Könnun á skapandi nálgun í kennslu.
Leiðbeinendur: Vigdís Jakobsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

12:50 - 13:10 Ólafur Jens Sigurðsson, leikstjóri.
Á hvaða hátt eflir leiklistarkennsla í 8. bekk í Hagaskóla sjálfstraust nemenda?
Eigindleg rannsókn.
Leiðbeinendur: Vigdís Jakobsdóttir og Ellen Gunnarsdóttir

13:10 - 13:30 Ragnheiður Lárusdóttir, tónlistarmaður.
Ljóðasmiðja: Sköpun, tjáning og læsi - áfangi fyrir framhaldsskóla.
Námskeið fyrir framhaldsskóla.
Leiðbeinandi: Ellen Gunnarsdóttir

13:30 - 13:50 Maríella Thayer, myndlistarmaður.
Að taka aðalnámskrá grunnskóla í sátt: Viðhorf myndlistakennara til nýjunga í aðalnámskrá grunnskóla 2013.
Eigindleg rannsókn.
Leiðbeinandi: Guðrún Geirsdóttir

Hlé 13:50 - 14:20

14:20 - 14:40 Ólöf Björk Bragadóttir, myndlistarmaður.
Plastfljótið: Menntun til sjálfbærni.
Listasmiðja  fyrir fjölbreyttan aldur.
Leiðbeinendur: Ásthildur Björg Jónsdóttir og Ellen Gunnarsdóttir

14:40 - 15:00 Kristín Bogadóttir, ljósmyndari.
Um fagurfræði hversdagsleikans og dálítinn sjó.
Listrannsókn.
Leiðbeinandi: Gunndís Ýr Finnbogadóttir

15:00 - 15:20 Elínóra Kristinsdóttir, myndlistarmaður. 
Skapandi ferðalag: mikilvægi sköpunar í skólastarfi.
Náms- og kennsluverkefni í grunnskóla.
Leiðbeinandi: Kristín Dýrfjörð

15:20 - 15:40 Hildigunnur Jónsdóttir, fatahönnuður. 
Tæknileg hlið fatahönnunar: frá hönnun til aðkeyptrar framleiðslu.
Tillaga að námsbraut á framhaldsskólastigi.
Leiðbeinandi: Elísabet Ingvarsdóttir

15:40 - 16:00 Ingiríður Harðardóttir, myndlistarmaður.
Kraftur náttúrunnar.
Valdeflandi listasmiðja fyrir unga grunnskólanemendur og mentora þeirra.
Leiðbeinandi: Ásthildur Björg Jónsdóttir 

Kerfi - sýning á verki Arite Fricke hönnuðar. 

Sýning á verki Rakelar Gunnarsdóttur myndlistarmanns. 

Málstofustjóri er Guðbjörg R. Jóhannesdóttir.