english below

Amatör/Shaman

Gestur okkar í Málstofu föstudaginn 5.apríl er Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og fagstjóri leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ.

Sveitastrákur að eigin sögn - ólst upp í Reykholtsdal í Borgarfirði rataði í nám í þá Leiklistarskóla Íslands.
Eftir útskrift starfaði hann sem leikari í Borgaleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu fram til ársins 2003. Eftir að hafa starfað sjálfstætt í 5 ár hélt hann í Meistaranám í Gjörningalist til London, hvaðan hann útskrifaðist árið 2009. Eftir heimkomu árið 2010 starfaði hann með sjálfstæðum leikhópum, fór í MBA nám við Háskólann í Reykjavík og hefur starfað talsvert erlendis sem leikari. Hann rak Tjarnarbíó frá 2013 til 2016. Guðmundur var ráðinn fagstjóri leikarabrautar ásamt Halldóru Geirharðsdóttur árið 2018. Guðmundur er í eilífri leit að sannleika og tilgangi með lífinu og listinni.

Guðmundur mun segja okkur frá starfsaðferðum sínum.

Frítt inn að venju, verið öll velkomin!

//

Our guest in Artist talk on Friday April 5th is Guðmundur Ingi Þorvaldsson, actor and prgramme director for acting in the Department of Performing Arts here at IUA

Self-proclaimed country boy - grew up in Reykholtsdalur in Borgarfjörður stumbled in the Acting programme at Leiklistarskóli Íslands.
Once graduated he worked as an actor at the City Theater and the National Theater until 2003. After having worked independently for 5 years, he started a Master's degree in Performing Arts in London, from where he graduated in 2009. After returning in 2010, he worked with independent theater groups, attended MBA studies at Reykjavik University and has worked abroad as an actor. He was the managing director of Tjarnarbíó 2013-2016.
Guðmundur was hired as a director of the acting programme along with Halldóra Geirharðsdóttir in 2018. Guðmundur is in an eternal quest for truth and purpose with life and art.

Guðmundur will share with us his methods and work.

Free admissions and we welcome all!