Miðvikudag, 18. maí kl. 15-17, kynna nemendur millideildaráfangans „Hljómur sem efniviður “ verkefni sín á opnum viðburði í tónleikasal skólans, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13.



Í áfanganum hafa nemendur úr ólíkum deildum skólans kafað inn í eðlisfræðilega 
þætti hljóðsins, hegðun þess í rýmum og hlutum og möguleika þess sem listræns 
efniviðs. Upp úr þeirri rannsókn hafa nemendur unnið að þróun ólíkra verkefna er 
snúa m.a. að  breytingum og viðbætum við klassísk hljóðfæri. 

Á þessum lokaviðburði áfangans, kynna nemendur verkefni sín sem eru af ólíkum toga 
og flytja stúdíur fyrir breytt hljóðfæri.

Viðburðurinn fer fram Miðvikudaginn 18. maí kl. 15-17 í tónleikasal skólans, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík. Allir eru hjartanlega velkomnir. Tekið skal fram að kynningarnar fara fram á ensku þar sem nokkrir nemendur eru erlendir.

Í hópi leiðbeinenda í áfanganum komu við sögu þverfaglegur hópur fólks úr röðum tónlistarmanna, myndlistarmanna, hljóðverkfræðinga og hljóðfærasmiða.



Umsjón með áfanganum höfðu þeir Halldór Úlfarsson, myndlistarmaður og Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.

// ENGLISH //

Timbre as Material - Presentation of projects

Students of the course “Timbre as material”, hosted by the music department of Iceland Academy of the Arts, have since January explored the world of acoustics and ways to use the behaviour of sound in spaces and materials as medium. In recent weeks the students have been developing diverse projects that, among other things involves altering and extending classical instruments. in this final event for the course the students will present their projects and present of musical studies for these altered instruments.

The event takes place Wednesday 18th of May from 3-5pm in Sölvhóll (Music hall) at the Iceland Academy of the Arts, Sölvhólsgata 13, 101 Reykjavík.
Admission is free, everybody welcome.

Guest lecturers of the course include musicians, visual artists, acousticians and instrument makers.
Tutors of the course were Halldór Úlfarsson, visual artist and Þráinn Hjálmarsson, composer.