Nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, Lík af aumingja verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á laugardaginn 12. maí kl. 14:00. 

Verkið er skrifað fyrir útskriftarárganginn okkar af leikarabraut sviðlistardeildar. Útskriftarárgangurinn allur leikur í verkinu en það eru þau Árni Beinteinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Elísabet S. Guðrúnardóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórey Birgisdóttir.
Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson.

Það er gaman að segja frá því að bæði Tyrfingur og Vignir Rafn eru báðir útskrifaðir frá sömu deild.