Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 9.- 14. apríl 2019

 
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​
 
Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.
 
Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. 
 

LÁTUM OKKUR SJÁ: KÖNNUM - SKOÐUM - LEIKUM - KLESSUM - REISUM

 
Það er gaman að gera tilraunir með leir og önnur efni, en nú gefst börnum og fjölskyldum þeirra sem heimsækja Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi tækifæri til að gera skemmtilegar tilraunir og búa til skúlptúra eftir að hafa gengið um sýningar hússins.
 
Guðný Rúnarsdóttir sjónlistakennari, myndlistamaður og hönnuður leiðir smiðjuna. Guðný er einnig starfsmaður listkennsludeildar LHÍ. 
 
Tímasetning
13. apríl, 13:00 - 16:00
Staðsetning
Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús
Heimilisfang
Tryggvagata 17, 101, Reykjavík
 
namskeid-gudny.jpg