Ertu listamaður? Langar þig að kenna?

 

Listkennsludeild LHÍ býður upp á þverfaglegt samtal á meistastigi en þar koma saman listamenn frá ýmsum fagsviðum.
 
Áhugasamt fólk er boðið hjartanlega velkomið á kynningu í Listaháskólanum Laugarnesi, þann 12. apríl ´18 kl. 17.15 - 18.15.
 
Inntak námsins miðar að því að þjálfa leiðtogafærni í listgreinakennslu þar sem listafólk vinnur saman og samhliða að kennslufræðilegum úrlausnarefnum bæði innan veggja LHÍ og einnig úti á fagvettvangi. Námið er nemendamiðað og lýkur með meistaragráðu. 
 
Nemendur geta útskrifast með áherslu á yngra skólastig með leyfisbréf fyrir leik- og grunnskóla eða eldra skólastig með leyfisbréf fyrir grunn- og framhaldsskóla.
 
Nokkar mismunandi námsleiðir eru í boði og nánari upplýsingar um námið má nálgast hér.