Kvöldopnun og gjörningar / Fararsnið: útskriftarsýning BA myndlistarnema Listaháskóla Íslands 2020

Mánudaginn 15. júní verður útskriftarsýning myndlistarnema Listaháskóla Íslands opin til kl. 20. Nemendur verða á staðnum til viðtals um verk sín og fram fer gjörningardagsskrá frá kl. 17.
Sýningin stendur til 17. júní og frítt er inn á safnið á meðan á sýningu stendur.

Hugleiðingar sýningarstjóra:
Tuttugu nemendur sem útskrifast frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands í ár takast á við hugðarefni myndlistarinnar hver á sinn hátt. Í verkum þeirra má sjá ólíkar aðferðir og efnistök sem mótast hafa í gegnum listnám sem nú er lokið.

Neyðarstig almannavarna vegna kórónuveirunnar er sett á á meðan verkin sem hér eru sýnd eru í undirbúningi – í miðju listrænu ferli nemenda – sem líkt og heimsbyggðin öll þurftu að takast á við óvissu í einhverju miðju. Við stöndum frammi fyrir breyttum forsendum – að minnsta kosti um stund – og það er óvíst hvort breytt heimsmynd mæti okkur í kjölfarið. Myndlistarmenn hafa ætíð stigið fæti í óvissu með þónokkurri fullvissu. Hugsanlega er það hluti af hinu stóra viðfangsefni listarinnar að takast á við óvissuna.

Nemendur leggja fram verk sín í óvissu, líkt og listin ávallt gerir, og með þeim kanna þeir umhverfi sitt, út frá eigin reynsluheimi, ímyndunarafli eða áhugasviði. Á óvissutímum býður þessi sýning upp á ferðalag um hin ólíku og fjöldamörgu viðfangsefni listarinnar og veita verkin innsýn í fjölbreyttan hugarheim myndlistarnemanna. Með fullri vissu gefur sýningin skýr merki um fararsnið kynslóðar komandi listamanna.

Viðburðadagskrá / Program:

13/6 Laugardagur / Saturday
Gréta Jónsdóttir, Opnunarræða / Opening speech, 11:00 / 13:00.

Rakel Andrésdóttir, Svona eru vinir ekki / This is not what friends are for, 14:00 / 16:00.

Silfrún Una Guðlaugsdóttir og Tara Njála Ingvarsdóttir, Flúú / Floo, 15:00.

14/6 Sunnudagur / Sunday
Leiðsögn í fylgd sýningarstjóra / Guided tour led by curator, 15:00

Rakel Andrésdóttir, Svona eru vinir ekki / This is not what friends are for, 16:00.

15/6 Mánudagur / Monday
Rakel Andrésdóttir, Svona eru vinir ekki / This is not what friends are for, 16:00.

Kvöldopnun og gjörningar / Evening opening and performances, 17:00 - 20:00.

16/6 Þriðjudagur / Tuesday
Rakel Andrésdóttir, Svona eru vinir ekki / This is not what friends are for, 16:00.

17/6 Miðvikudagur / Wednesday – Síðasti sýningardagur / Last day of the exhibition.
Gréta Jónsdóttir, Þjóðhátíðarræða / Independence Day Speech, 13:00.

/////

Evening opening and performances / Ready for take off: Iceland University of the Arts BA Graduation 2020

Monday, June 15th, 5 - 8 p.m.
Evening opening and night of performances will take place Monday, June 15th from 5 - 8 p.m. Students will be present for artist’s talks and performances throughout the evening.
The exhibition runs until June 17th with free entrance.

Twenty graduating students from the Department of Fine Art at the Iceland University of the Arts engage with the concerns of art, each on their own terms. In their works we find different methods and approaches that have emerged throughout their art education, a program that now is completed

The coronavirus lockdown was instituted right as the students were preparing their works for this exhibition - in the midst of their artistic process - and, just as the whole world has had to, they had to take on this uncertainty while they were in the middle of something else. We stand before a changed set of circumstances - at least for a while - and it is uncertain whether we will see a changed world as a result. Artists have however always stepped into uncertainty with considerable certainty. This engagement with the unknown - dealing with uncertainty - is perhaps one of the main concerns of art.

Here, students present their work in uncharted territory, as art always does, and by doing so they explore their environment through their own experience, imagination and interests. In these times of uncertainty this exhibition offers a journey through the different, multitudinous subjects and concepts of art as well as giving insight into the manifold interior worlds of each individual student. And we can be certain that this exhibition gives us a clear indication that a new generation of artists is ready for take-off.