Raftónskáldið Jesper Pedersen fjallar um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 9. nóvember 2018 klukkan 12:45 - 14:30.
Erindið fer fram í S304 (Fræðastofu 1), Skipholti 31. 
Öll velkomin og aðgangur í ókeypis.

Falleg, lúmsk og helvíti ambient tónlist

Jesper Pedersen er tónskáld, flytjandi og kennari sem býr í Reykjavík. Hann býr til raftónlist og hljóðlist jafnt sem tónlist fyrir akústísk hljóðfæri og notar rafræna rauntímanótnaskrift. Undanfarið hefur hann einbeitt sér að lifandi flutningi með “modular synthesizer” bæði sem sólóflytjandi og í mismunandi samstarfi. Tónlist hans hefur verið lýst sem: “fallegri, lúmskri” og “helvíti Ambient”.

Verk hans hafa verið flutt alþjóðlega af meðlimum S.L.Á.T.U.R., Goodiepal and Pals, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Duo Harpverk, Ensemble Adapter og hljóðfæraleikurum eins og Katie Buckley, Ingólfi Vilhjámssyni o.fl. Á hátíðum hafa verk hans verið flutt á Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, Open Days, Rainy Days, Sonic 7.0, Summartónar, Raflost, Geiger, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum.

Hann er hluti af tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R., tilraunahópnum Fengjastrútur, Resterne af Rigsfællesskabet, Atónal Blús og Synesiotechnoikema.

Jesper kennir elektróníska tónlist við Tónver Tónlistarskóla Kópavogs og er aðjúnkt í elektrónískum tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Hann er einn skipuleggjanda Raflost raflistahátíðar.