RíT (Rannsóknarstofa í tónlist við LHÍ) og listahátíðin Cycle standa fyrir málstofu um hringflautu, hugarfóstur hönnuðanna Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Sedlmair. Hringflautan verður í aðalhlutverki í nýrri óperu Þráins Hjálmarssonar sem frumflutt verður á Cycle-hátíðinni 2018. 

Hringflautan samanstendur af fjórum þverflautum sem sveigðar eru að lögun og mynda samsettar hring en innan hans er pláss fyrir áheyranda. Til að tryggja eðlilega hljóðmyndun í flautunum eru munnstykki þeirra einu hlutar hringflautunnar sem ekki eru sveigðir. 

Hver hreyfing með hljóðfærið hefur áhrif á hina flytjendurna og getur haft áhrif á tónmyndun hvers flytjanda fyrir sig, stöðugt líkamlegt samtal á sér því stað á milli flytjenda á meðan leikið er á hljóðfærið. Þetta samtal er heyrendum hulið en birtist í smágerðum dansi flytjendanna og hreyfingu hljóðfærisins. 

Málstofan fer fram föstudaginn 26. október frá 12:45 - 14:30 í Gerðarsafni, Kópavogi.

Þátttakendur:

  • Brynjar Sigurðsson
  • Þráinn Hjálmarsson
  • Berglind María Tómasdóttir
  • Melkorka Ólafsdóttir
  • Björg Brjánsdóttir
  • Steinunn Vala Pálsdóttir

Málstofustjóri: Berglind María Tómasdóttir

Hugleiðingar Þráins Hjálmarssonar um hringflautuna í ritinu Þræðir