Hönnunarsamkeppni Krabbameinsfélagsins og Hönnunar og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands
 
Sokkar sem Krabbameinsfélagið seldi í fjáröflunarskini fyrir Mottumars 2018 voru geysivinsælir og hefur Krabbameinsfélagið því áhuga á að efna til samkeppni um hönnun þeirra í samstarfi við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
Allir nemendur Hönnunar- og arkitektúrdeildar geta sent inn tillögur í samkeppni Krabbameinsfélagsins um hönnun á sokkum sem seldir verða af félaginu á Mottumars 2019. 
 
Tekið er við tillögum frá 15. október til 5. nóvember kl. 15:00 á skrifstofu LHÍ, Þverholti 11, 5. hæð
_
SKILYRÐI TIL ÞÁTTTÖKU
Verk send inn til þáttöku
  1. Rétt til þáttöku hafa allir nemendur við Hönnunar- og arkitektúrdeild.
  2. Hönnunin takmarkast við mynstur/mynd fyrir sokka. Fjöldi lita sem leyfilegt er að nota eru 5 og skulu sokkarnir í útliti hafa tengingu við rakarastofur (e. barbershop). Krabbameinsfélagið getur óskað eftir því að sigurvegarinn þrói tillöguna áfram í samstarfi við félagið.
  3. Ekkert takmark er á fjölda tillagna frá hverjum þátttakanda.
  4. Tillögur skulu berast nafnlausar en merktar með einkunnarorði eða númeri og þeim skal fylgja seðill með nafni og tölvupóstfangi þátttakanda í lokuðu umslagi. Umslagið skal merkt sama einkunnarorði eða númeri og tillögurnar. Jafnframt skulu tillögur vera merktar: Samkeppni Krabbameinsfélagsins og Listaháskóla Íslands.
  5. Tekið er við tillögum frá 15. október til 5. nóvember kl 15:00 á skrifstofu LHÍ, Þverholti 11, 5. hæð.
  6. Höfundur verðlaunatillögunnar skal við birtingu, flutning, eða í umfjöllun ávallt geta þess að verkefnið sé unnið í samkeppni Krabbameinsfélags Íslands um Mottumarssokka.
  7. Samningi um hugverkarétt skal fylgt (viðauki 2).
MEÐHÖNDLUN TILLAGNA
Dómnefnd

Dómnefnd er skipuð þremur til fimm fulltrúum vegna samkeppninna eftir umfangi innsendra tillagna. Dómnefnd mun færa til bókar rökstuðning fyrir verðlaunatillögu. Tillögur berast nafnlausar og verður dómnefnd ekki greint frá nafni verðlaunahafa fyrr en ákvörðun dómnefndar hefur verið færð til bókar.
Dómnefnd er skipuð að lágmarki einum fulltrúa LHÍ og tveimur fulltrúum KÍ. Séu fimm í dómnefnd bætast við tveir fulltrúar sem aðilar koma sér saman um en eru ekki á vegum LHÍ eða KÍ.
 
Verðlaun
Sigurvegari verður kynntur í fréttum í tengslum við Mottumars og verður nafngreindur á umbúðum sokkanna. Ekki er veitt peningaþóknun fyrir verðlaunatillöguna.
 
Úrvinnsla verðlaunatillögu
Sé ástæða til að útfæra verðlaunatillöguna fyrir framleiðslu, verður það gert í samstarfi við sigurvegarann.
 
Lok samkeppninnar
Tilkynnt verður á heimasíðum LHÍ og KÍ um sigurvegara keppninnar. Hönnuðum allra innsendra tillagna verður tilkynnt í tölvupósti þegar sigurvegarinn hefur verið valinn og þeim þakkað fyrir þátttökuna.
 
Verk sem ekki verða dæmd
Tillaga sem berst ekki innan tilgreinds skilafrests eða uppfyllir ekki önnur tilgreind skilyrði, skal útilokuð frá dómi dómnefndar.
 
Verk sem ekki hljóta verðlaun
Verk sem ekki hljóta verðlaun verður hægt að nálgast aftur á skrifstofu skólans eftir 15. nóvember 2018.