Hilary Finch hefur starfað sem tónlistargagnrýnandi og greinahöfundur við dagblaðið The Times (London) í 35 ár. 
Auk þess að fjalla um tónlistarviðburði, nánast daglega, hefur hún ferðast víða um heim m.a. til Íslands og Finnlands, en Hilary hefur sérhæft sig í skrifum um bæði löndin. 
Hilary Finch fæddist í norðurhluta London og nam ensku og tónlist við háskólann í Exeter og Cambridge. Doktorsverkefni hennar fjallaði um enska ljóðlist á 17. öld.  
Samhliða starfi sínu hjá Times hefur hún skrifað fyrir Opera magazine, Gramophone, BBC Music Magazine og Sibelius 1 auk þess að starfa við gerð útvarpsefnis m.a. fyrir BBC Radio 3 og Radio 4. Þess má geta að þáttur hennar um Ísland ( ‘Freezing Fire, Singing Stone’) var tilnefndur til Sony verðlaunanna.
Hilary er mikill Íslandsvinur en frá árinu 1985 hefur hún reglulega sótt landið heim. Í skrifum sínum hefur hún fjallað um íslenska tónlist, sögu og bókmenntir en viðfangsefnið er henni afar hugleikið. 
Í fyrirlestri sínum mun Hilary Finch fjalla um gagnrýni á breiðum grunni; hver tilgangurinn er, hvað er verið að gagnrýna, hver munurinn er milli þess að skrifa gagnrýni eða blogga og skrifa á samfélagsmiðla o.sv.frv Hún mun ennfremur leika hljóðupptökur þar sem borinn er saman mismunandi flutningur og túlkun á sama verki.
Þó nálgunin í fyrirlestrinum sé frá sjónarhorni tónlistar hefur hann ekki síður skírskotun til annarra listgreina.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!
Hilary Finch has been a music critic and feature writer for The Times (London) for 35 years. During that time, she has reviewed almost nightly in London, and travelled widely, specialising in writing about Iceland and Finland. Hilary was born in North London, and read English and Music at the Universities of Exeter and Cambridge. Her postgraduate thesis was on aspects of English seventeenth-century poetry. Her professional life began as an editorial assistant on The Times Supplements, where she also initiated columns reviewing paperback books and recordings. She began writing for The Times itself in 1981, and has also written for Opera magazine, Gramophone, BBC Music Magazine and Sibelius 1. She broadcasts frequently on BBC Radio 3, contributing features on song and Lieder to programmes such as Record Review, Building a Library, BBC Legends and In Tune. She also enjoys making documentaries for Radio 4: her programme on Iceland (‘Freezing Fire, Singing Stone’) was nominated for a Sony Award. Since 1985, she has visited Iceland regularly, often several times a year, and has written widely on the country’s music, history and literature. Hilary also has a particular interest in the music and poetry of the Finno-Ugric and Baltic countries.