ATH! 

Viðburðinum er aflýst.

 

Við hvetjum ykkur þó til að þess að hafa samband við viðeigandi deild hafiði einhverjar spurningar um umsóknarferlið eða námið.

 

 

Listaháskólinn verður á Akureyri laugardaginn 7.mars með kynningu á námsframboði sínu. 

Við verðum ásamt öllum hinum háskólunum staðsett í Háskólanum á Akureyri frá kl. 13 til 16. 

Brynhildur Kristinsdóttir verður með vinnusmiðju fyrir alla aldurshópa. Smiðjan er í gerð lítilla skúlptúra í anda Gerðar Helgadóttir myndhöggvara. Einnig býðst gestum að mála vatnslitaverk þar sem fyrirmyndir eru steindir gluggar Gerðar. 

Vinnusmiðja BK í anda Gerðar - skúlptúr.png
 
Vinnusmiðja BK í anda Gerðar Helga - vatnslitamynd.png
 
Gerður Helgadóttir.png

Gerður Helgadóttir í vinnustofu sinni.

 

Við verðum með fullt af möppum/portfolioum, verkum og tónlistaratrði til sýnis. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Akureyri