Miðvikudaginn 16. nóvember, frá kl. 12.10- 12.50, verður opinn hádegisfyrirlestur í Laugarnesi á vegum Listkennsludeildar LHÍ. 
 

Við erum svo heppin að fá til okkar tvo mælendur frá Rauða krossinum. Annars vegar Sigurbjörgu Birgisdóttur, frá Rauða krossinum í Reykjavík, sem ætlar að segja stuttlega frá þeim sjálfboðaverkefnum sem eru í gangi á vegum deildarinnar og svo Julie Ingham frá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.

Julie ætlar að taka málefni hælisleitanda sérstaklega fyrir en hún hefur umsjón með verkefninu „Opið hús fyrir hælisleitendur“ og þekkir málaflokkinn mjög vel. 

Í hádegisfyrirlestrinum er gefin innsýn í starf Rauða krossins; tengsl verkefna við listir og listkennslu og opnað á möguleika á samtal um hvað listsköpun getur gert fyrir málaflokkana og skjólstæðinga í viðkvæmri stöðu. 

Hér er um að ræða viðburð sem á erindi til margra og því vonum við að sem flest fólk sjái sér fært að mæta. 

Verið öll hjartanlega velkomin til okkar í Laugarnesið, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12.10.