Föstudaginn 4. október 2019 flytur tónlistarfræðingurinn Tore Størvold fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ.

Erindið nefnist „Nostalgia, Apocalypse, Utopia – Three Artistic Strategies for Confronting Environmental Crisis in Music" eða „Fortíðarþrá, heimsendir, sæluríki - þrjár listrænar leiðir til að horfast í augu við umhverfishamfarir í tónlist.“

Hvenær: Föstudaginn 4. október 2019 frá 12:45 - 13:45  
Hvar: Fræðastofu 1, stofu 304 í Skipholti 31.

 

Erindið fer fram á ensku.
Öll hjartanlega velkomin.

Nánar:

Tore Størvold stundar doktorsnám í tónlistarfræðum við Háskólann í Osló en í doktorsrannsókn sinni skoðar hann sambandið á milli tónlistar, náttúru og sjálfsmyndar á Íslandi á 21. öld. Hvernig hugmyndir um náttúru og landslag endurspeglast í íslenskri tónlist, þvert á tónlistarstefnur og -strauma, hvernig ímyndin um Ísland sem „hreinasta land í heimi“ samræmist umdeildum stóriðjuáformum og ferðamennsku og hvernig íslenskt tónlistarfólk hefur brugðist við þeirri togstreitu í tónlist sinni.

Á meðal tónlistarverkefna sem hann hefur skoðað eru „Island Songs“ eftir Ólaf Arnalds og tónlist Valgeirs Sigurðssonar í kvikmyndinni Draumalandinu. 

-------------------------------------

 Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ haustið 2019

- Föstudaginn 6. september kl. 12:45: Helga Rut Guðmundsdóttir
- Föstudaginn 4. október kl. 12:45: Tore Størvold 
- Föstudaginn 8. nóvember kl. 12:45: John Richardson 
- Föstudaginn 6. desember kl. 12:45: Þóra Einarsdóttir 

Öll erindin fara fram á ensku.

-------------------------------------

The Norwegian musicologist Tore Størvold gives a lecture at the Department of Music, IUA.

The lecture, "Nostalgia, Apocalypse, Utopia – Three Artistic Strategies for Confronting Environmental Crisis in Music", will be English.

When: Friday, October 4th, 12:45 - 1:45 pm
Where: Room S301, Skipholt 31, 105 Reykjavik

Everybody welcome.

Further:

Tore Størvold is a doctoral research fellow at the Department of Musicology, University of Oslo.  In his research project he explores the relationship between music, nature, and identity in contemporary Iceland, how different conceptions of nature and landscape appear in music across genres, and what this can tell us of how we relate to our natural surroundings. 

-------------------------------------

IUA Music Department's Friday Lecture Series, Fall 2019:

- Friday, September 6 at 12:45 pm: Helga Rut Guðmundsdóttir
- Friday, October 4 at 12:45 pm: Tore Størvold 
- Friday, November 8 at 12:45 pm: John Richardson 
- Friday, December 6 at 12:45 pm: Thora Einarsdóttir