Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar haustið 2019 hefst með erindi Dr. Helgu Rutar Guðmundsdótturr prófessors sem fjallar um helstu strauma í heilarannsóknum og tónlist í erindi sem nefnist Tónlist og heilinn. 

Hvenær: Föstudaginn 6. september 2019 frá 12:45 - 13:45  
Hvar: Fræðastofu 1, stofu 304 í Skipholti 31

Öll hjartanlega velkomin.

Nánar:

Helga Rut mun lýsa helstu aðferðum sem beitt er í rannsóknum á því hvernig við skynjum og lærum tónlist og kynna nokkur dæmi um áhugaverðar rannsóknir og niðurstöður. Helga Rut hefur starfað á erlendum rannsóknarstofum þar sem mannleg hegðun og mannsheilinn eru skoðuð í tengslum við tónlist með þverfaglegum aðferðum sálfræði og taugavísinda auk tónlistarfræða. Rætt verður um gildi þeirrar þekkingar sem verður til með slíkum rannsóknum og boðið upp á umræður

Um fyrirlesarann:

Helga Rut Guðmundsdóttir er prófessor í tónlist/tónmennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði tónlistarskynjunar og tónlistarþroska barna. Doktorsritgerð hennar fjallaði um nótnalestur píanónemenda en í seinni tíð hefur hún rannsakað allt niður í ungbörn á fyrsta ári. Helga Rut kynntist heilarannsóknum í tengslum við tónlist í námi sínu við McGill háskóla í Kanada og starfar með vísindafólki á því sviði m.a. við BRAMS rannsóknarstofurnar í Montreal (Brain, Music and Sound Research). 

Við Háskóla Íslands kennir hún tilvonandi grunnskólakennurum, leikskólakennurum og tómstundafræðingum námskeið eins og „Tónlist í lífi ungra barna“; „Tónlistarleikir til náms og þroska“ og „Tónlistin og heilinn“.

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ haustið 2019

- Föstudaginn 6. september kl. 12:45: Helga Rut Guðmundsdóttir: Music and the Brain
- Föstudaginn 4. október kl. 12:45: Tore Størvold: Nostalgia, Apocalypse, Utopia – Three Artistic Strategies for Confronting Environmental Crisis in Music
- Föstudaginn 8. nóvember kl. 12:45: John Richardson: On Research-Creation: Exploring the possibilities and challenges of combining artistic work with academic reflection 
- Föstudaginn 6. desember kl. 12:45: Þóra Einarsdóttir: On Mentoring

Öll erindin fara fram á ensku.

--------------------------

Professor Helga Rut Guðmundsdóttir gives a lecture on current trends in brain research and music. The lecture is in English.

When: Friday, September 6th, 12:45 - 1:45 pm
Where: Room S301, Skipholt 31, 105 Reykjavik

Helga Rut describes the main methods in research on how we perceive and learn music and presents some examples of interesting research and conclusions. Helga Rut has worked in laboratories (e.g. BRAMS laboratories in Montreal) where human behaviour and the human brain are examined in connection with music methods of psychology and neuroscience as well as musicology. The value of the knowledge gained through such research and discussion will be discussed.

Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir is a Professor of Music Education at the University of Iceland. 

IUA Music Department's Friday Lecture Series, Fall 2019:

- Friday, September 6 at 12:45 pm: Helga Rut Guðmundsdóttir: Music and the Brain
- Friday, October 4 at 12:45 pm: Tore Størvold: Nostalgia, Apocalypse, Utopia – Three Artistic Strategies for Confronting Environmental Crisis in Music
- Friday, November 8 at 12:45 pm: John Richardson: On Research-Creation: Exploring the possibilities and challenges of combining artistic work with academic reflection 
- Friday, December 6 at 12:45 pm: Thora Einarsdóttir: On Mentoring