Föstudaginn 8. nóvember 2019 flytur John Richardson fyrirlestur í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ. Erindið nefnist „On Research-Creation: Exploring the Possibilities and Challenges of Combining Artistic Work with Academic Reflection " eða „Um rannsóknarsköpun: Könnun á möguleikum og áskorunum sem felast í að flétta saman listrænni tjáningu og akademískri íhugun.“ 

Hvenær: Föstudaginn 8. nóvember 2019 frá 12:45 - 13:45 
Hvar: Fræðastofu 1, Stofu 304 í Skipholti 31

Erindið fer fram á ensku.
Öll hjartanlega velkomin.

Nánar:

John Richardson er prófessor í tónlistarfræði við Háskólann í Turku. Rannsóknir hans beinast meðal annars að menningarfræði tónlistar, popptónlist, skrifaðri samtímatónlist, kynjafræði og hljóð- og sjónrænni list. 

Hann lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Jyväskylä, stundaði síðar framhaldsdoktorsrannsóknir við Háskólann í Kaliforníu í Los Angeles og kenndi og stundaði rannsóknir við nokkra háskóla í Finnlandi og í Bretlandi áður en hann gekk til liðs við Háskólann í Turku. Að auki gegnir Richardson stöðu dósents við Háskólann í Helsinki. 

Richardson starfar sem tónlistarmaður og söngvaskáld en fyrsta sólóplatan hans, The Fold, kom út árið 2017. Um þessar mundir vinnur hann að plötu sinni The Pine and the Birch. Tónlistarsköpunin er viðfangsefni rannsókna hans á sviði rannsóknarsköpunar (research-creation).

-------------------------------------

Hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ haustið 2019

- Föstudaginn 6. september kl. 12:45: Helga Rut Guðmundsdóttir
- Föstudaginn 4. október kl. 12:45: Tore Størvold 
- Föstudaginn 8. nóvember kl. 12:45: John Richardson 
- Föstudaginn 6. desember kl. 12:45: Þóra Einarsdóttir 

Öll erindin fara fram á ensku.

-------------------------------------

The musicologist John Richardson gives a lecture at the Department of Music, IUA. The lecture, "On Research-Creation: Exploring the Possibilities and Challenges of Combining Artistic Work with Academic Reflection ", will be in English.

When: Friday, November 8th, 12:45 - 1:45 pm
Where: Room S301, Skipholt 31, 105 Reykjavik

Everybody welcome

Further:

John Richardson is a professor in musicology at the University of Turku. John does research in musicology, popular music studies, studies of contemporary music and audiovisual studies.

He is the author of An Eye for Music: Popular Music and the Audiovisual Surreal (Oxford University Press 2011) and Singing Archaeology: Philip Glass's Akhnaten (Wesleyan University Press 1999). He is co-editor of several books, including The Oxford Handbook of New Audiovisual Aesthetics (OUP 2013) and The Oxford Handbook of Sound and Image in Digital Media (OUP 2013). 

Richardson is director of the Turku-based International Institute for Popular Culture. He has worked at several Finnish universities as well as City University in London, the University of California at Los Angeles and De Montfort University, Leicester. His areas of expertise include popular music, musical multimedia, contemporary classical music and Finnish music.

-------------------------------------

IUA Music Department's Friday Lecture Series, Fall 2019:

- Friday, September 6 at 12:45 pm: Helga Rut Guðmundsdóttir
- Friday, October 4 at 12:45 pm: Tore Størvold 
- Friday, November 8 at 12:45 pm: John Richardson 
- Friday, December 6 at 12:45 pm: Thora Einarsdóttir