Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.

Á hverjum tónleikum fléttast efnisskráin í kringum eitt tiltekið þema. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk tónlist, kynusli í óperum, jafnréttisbarátta og söngleikja- og óperettutónlist. Einir tónleikarnir verða að auki haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.

Allir tónleikarnir fara fram á miðvikudögum klukkan 12:15

Efnisskrá tónleikanna 17. október.

 • R. Strauss / W. Shakespeare: Drei Lieder der Ophelia
  Snæfríður María Björnsdóttir
   
 • G. Finzi / W. Shakespeare: Come Away, Death 
  Eirik Waldeland
   
 • G. Fauré / R. Bussine: Aprés un rêve 
  Edda Björk Jónsdóttir
   
 • F. Schubert / F. Schubert: Der Tod und das Mädchen D 531
  Una María Bergmann
   
 • C. Schumann / H. Heine: Lorelei
  Sigríður Salvarsdóttir
   
 • J. Sibelius / E. Josephson: Svarta rosor
  Harpa Ósk Björnsdóttir
   
 • J. Sibelius /  G. Fröding: Säv, Säv, Susa
  Fredrik Schjerve        

   
 • G. Puccini / G. Forzano: O mio babbino caro
  Vera Hjördís Matsdóttir

   
 • G. Puccini / G. Adami & R. Simoni: Tu che di gel sei cinta 
  Solveig Óskarsdóttir

Píanóleikarar: Aladár Rácz og Matthildur Anna Gísladóttir

Kennarar: Þóra Einarsdóttir/ Kristinn Sigmundsson / Hanna Dóra Sturludóttir / Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Gleym-mér-ei: Hádegistónleikaröð söngbrautar tónlistardeildar LHÍ

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.