Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018.

Á hverjum tónleikum fléttast efnisskráin í kringum eitt tiltekið þema. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk tónlist, kynusli í óperum, jafnréttisbarátta og söngleikja- og óperettutónlist. Einir tónleikarnir verða að auki haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.

Allir tónleikarnir fara fram á miðvikudögum klukkan 12:15.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.