Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur

Á hverjum tónleikum verður eitt þema tekið fyrir og dagskráin fléttast í kringum það. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk sönglagahefð, kynusli í óperum, feminismi og söngleikja- og óperettutónlist. Að auki verða einir tónleikarnir haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.

Tónleikarnir fara fram á miðvikudögum og hefjast klukkan 12:15. 

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin. 

Efnisskrá 21. nóvember:

  • W.A. Mozart: „Deh vienni alla finestra“ úr Don Giovanni
  • G. Rossini: „Largo al factotum“ úr Rakaranum frá Sevilla
  • G. Donizetti: „Una furtiva lacrima“
  • W. A. Mozart: „Voi che sapete“ úr Brúðkaupi Fígarós
  • W.A. Mozart: „Við fuglasnörun fæst ég hér“ úr Töfraflautunni
  • Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson: „Brennið þið vitar“
  • G. Bizet: „Votre toast, je peux vous le rendre“ úr Carmen
 
Flytjendur: Steinunn Þorvaldsdóttir, Solveig Óskarsdóttir, Vera Hjördís Matsdóttir, Elín Auðbjörg Pétursdóttir, Snæfríður M. Björnsdóttir, Alexandría Scout Parks og Karlakórinn Blær.