Gleym-mér-ei, hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ, hefur göngu sína á ný.

Ást, náttúra, feminismi og kynusli eru á meðal stefja á tónleikunum en hver konsert fléttast í kringum ákveðið þema. 

Miðvikudaginn 6. mars fær kynuslinn að ráða ríkjum, hetjusópranar og lýrískir bassar ljá kunnum aríum og stefjum nýjan blæ en nánari efnisskrá verður auglýst síðar. 

Efnisskrá:

  • Carl Sjöberg / Erik Gustaf Geijer:
    Tonerna   
    Vera Hjördís Matsdóttir, söngur

     
  • Robert Schumann / Heinrich Heine:
    Ich grolle nicht úr Dichterliebe, op. 48 nr. 7 (1840)
    María Sól Ingólfsdóttir, söngur 

     
  • Claude Debussy:
    Prelúdía úr Pour le piano L. 95  (1894 – 1901)                                                                                          
    Guðný Charlotta Harðardóttir, píanó

     
  • Anton Dvorak / J. Kvapil: 
    Měsíčku na nebi hlubokém úr óperunni Rusalka (1901) 
    Solveig Óskarsdóttir
     
  • Léo Delibes / E. Gondinet & P. Gille   
    Sous le dôme épais (Blómadúettinn) úr óperunni Lakmé (1883)
    Karl Hjaltason, söngur 
    Ragnar Pétur Jóhannsson, söngur

     
  • Giacomo Puccini / G. Adami og R.Simoni:
    Nessun Dorma úr óperunni Turandot (1926)
    Íris Björk Gunnarsdóttir, söngur

Tónleikaröðin Gleym-mér-ei fer fram á Kjarvalsstöðum og er haldin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.

Allir tónleikarnir hefjast klukkan 12:15 á miðvikudögum. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

- 30. janúar: Afmæli Amadeusar. Tónlist eftir Mozart
- 6. febrúar: Náttúrulega. Náttúrutónlist úr öllum áttum
- 13. febrúar: Heilagur Valentínus og alls konar ástarljóð
- 20. febrúar: Lög heimsins. Þjóðlagaskotnir tónleikar
- 27. febrúar: Áfram stelpur. Tónlist eftir feminíska frumkvöðla
- 6. mars: Hetjusópranar og lýrískir bassar. Kynusli í óperuheiminum
- 13. mars: Góða veislu gjöra skal
- 20. mars: Tónlist eftir Edvard Grieg á Grieg-hátíð

-------------

Concert with vocal students from the Department of Music, IUA.

Gleym-mér-ei concert series is held in collaboration with Reykjavík Art Museum. All concerts are on Wednesday at 12:15. Free entrance and everybody welcome

- January 30th: Mozart's Birthday Celebration
- February 6th: Naturally. Nature theme in music
- February 13th: St. Valentine and all kinds of love songs
- February 20th: Music of the world. Folk songs from all around
- February 27th: Go Girls! Music by pioneer feminists
- March 6th: Heldensopranos and lyrical basses. Gender bending in the opera world
- March 13th: It's my party. Marriages, masquerade balls and other opera parties
- March 20th: Music by Edvard Grieg