Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018.

Á hverjum tónleikum fléttast efnisskráin í kringum eitt tiltekið þema. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk tónlist, kynusli í óperum, jafnréttisbarátta og söngleikja- og óperettutónlist. Einir tónleikarnir verða að auki haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.

Efnisskrá tónleikanna 10. október:

  • G. Mahler / F. Rückert: Liebst du um Schönheit 
    - úr Rückert-söngvum
    Fredrik Schjerve 
     
  • F. Schubert / L. Rellstab: Ständchen 
    - úr Svanasöng D. 957

    Snæfríður Björnsdóttir
     
  • B. Smetana / K. Sabina: Och Jaky Zal 
    - úr óperunni Seldu brúðinni 

    Alexandria Scout Parks
     
  • Jón Ásgeirsson / Þorsteinn frá Hamri: Nótt
    Una María Bergmann 
     
  • R. Vaughan Williams / D. G. Rosetti: Silent Noon
    úr söngvasveignum House of Life
    Erik Waldeland
     
  • Manuel Ponce: Lejos de ti
    Jose Luis Anderson
  • C. Saint-Saëns / J. Barbier: El Desdichado
    Sandra Lind Þorsteinsdóttir og Una María Bergmann
     
  • W. A. Mozart / P. Metastasio: Per pieta, bell'idol mio K. 78
    Eliska Helikarova
     
  • G. Puccini / L. Illica: Quando m’en vo’ 
    - úr óperunni La bohème
    Sandra Lind Þorsteinsdóttir
     
  • C. Gounoud / J. Barbier & M. Carré: Faites-lui mes aveux 
    - úr óperunni Faust

    Steinunn Þorvaldsdóttir
 

Píanóleikari: Helga Bryndís Magnúsdóttir

Kennarar: Þóra Einarsdóttir/ Kristinn Sigmundsson / Hanna Dóra Sturludóttir / Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Tónleikar í hádegistónleikaröðinni Gleym-mér-ei fara fram á miðvikudögum klukkan 12:15.

Aðrir tónleikar í röðinni:

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.