Aliens er útskriftarverk Gígju Söru Björnsson nema á Sviðshöfundabraut.
 

Í  Camelopardalis hjá  Gliese 445 svífur Voyager eitt,

Árið 1977 var hann sendur

Og í honum stendur

Þetta er sent frá litlum fjarlægum heimi, merki um hljóð okkar, vísindi, myndir, tónlist, hugsanir og tilfinningar okkar. Við erum að reyna að lifa af okkar tíma svo að við megum lifa í ykkar

Hvað er versti óttinn minn? En þinn? Það lang versta sem gæti gerst? Að einhver kæmi fram við þig eins og hvíti maðurinn hefur komið fram við alla í heiminum? Litli ljós blái púnkturinn sem við búum á er svo ótrúlega lítill í stóra samhenginu.

 

AÐSTANDENDUR

Sara Margrét  Ragnarsdóttir

Birnir Jón Sigurðsson

Albert Halldórsson

 

 

Gígja Sara er tilvonandi sviðshöfundur sem er alin upp í París, því gengur einungis um með alpa húfu og með baguette undir hendi og blótar á frönsku. Gígja hefur áhuga á samkennd og pólítík, söngleikjum og dýrum. Hún vill helst vinna með góðu fólki og rannsaka ýmis hliðar mannskeppnunar. Það er eitthvað sem Gígju finnst næs við þetta líf, hún er ennþá að átta sig á því en hún heldur að það tengist því að fá að vera listamaður.

 

Frítt er inn á alla viðburði Listaháskólans en opnað verður fyrir miðapantanir mánudaginn 7.maí á tix.is