Walter Benjamin staðhæfði á fjórða áratugnum að safngestir ættu ekki að yfirgefa sýningar með aukna vitneskju heldur vitrari. Í fyrirlestrinum fjallar Stocker um hvernig hægt sé að takast á við þetta verkefni, meðal annars með  áhugaverðum og óvenjulegum þematengdum spurningum og nálgunum, og með því að setja fram sögur og sýningar í nýju samhengi. Stocker leggur einnig áherslur á þverfaglegar nálganir og fjallar um það hvernig hægt sé að nota húmor og íróníu á eftirminnilegan hátt við sýningarhönnun.

Karl Stocker stýrir námsbraut í upplýsingahönnun við University of Applied Sciences í Graz auk þess að stýra MA námi í sýningarhönnun við sama skóla. Karl Stocker er með dokstorspróf í sagnfræði og þjóðfræði og hefur á síðustu árum kennt við Listaháskóla í Graz, Berlin og Istanbul. Árið 1990 stofnaði hann BISDATO sem sérhæfir sig í safna- og sýningahönnun. Fyrir tveimur árum gaf Stocker út bókina Power of Design sem skoðar 11 hönnunarborgir UNESCO.

 

 

Hádegisfyrirlesturinn er í sal A í húsnæði Hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11. 

 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

The lecture is in English and open to the public.