Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnunarstjóri og myndlistarmaður heldur opinn fyrirlestur fimmtudaginn 26. apríl í sal A kl. 12:10
Fyrirlesturinn verður á íslensku.

Autt blað: 
Árið 1978 var Kristínu falið að hanna nýja íslenska peningaseðla vegna gjaldmiðilsbreytingarinnar 1981 þar sem gert var ráð fyrir seðlaröð frá tíu krónum og upp í tíu þúsund, en seðlarnir segja að miklu leiti menningarsögu Íslands á myndrænan hátt. Umfjöllunarefni fyririlestursins, tíu þúsund króna seðillinn, er nýjasta viðbótin.

Kristín stofnaði Auglýsingastofu Kristínar (síðar Auk hf.) árið 1967 ásamt eiginmanni sínum Herði Daníelssyni. Stofan var einkum þekkt fyrir grafíska hönnun á háu stigi. Kristín var kjörinn heiðurslistamaður Kópavogs 2017–16 og rekur ásamt eiginmanni sínum Gallery 13 á heimili sínu.