Kira Kira heldur fyrirlestur og spjallar við tónsmíðanemendur í tónlistardeild LHÍ, föstudaginn 4. des. kl. 12:45-14:45. Fyrirlesturinn fer fram í Sölvhóli og er öllum opinn.

Drekaflugur geta hreyft vængi sína í fjórar mismunandi áttir samtímis. Það lýsir Kiru Kiru ágætlega,
en hún hefur verið hreyfiafl í framsæknu íslensku listalífi um árabil, einkum í raftónlist, myndlist, kvikmyndum og tilraunakenndu útvarpi.

Hún stofnaði Tilraunaeldhúsið (e. “Kitchen Motors”) ásamt Jóhanni Jóhannsyni og Hilmari Jenssyni; listhreyfingu, hugmyndasmiðju og útgáfu sem um árabil kynti upp í samstarfsverkefnum á milli ólíkra listamanna og ferðaðist með sýningar og ýmis konar listviðburði um heiminn ásamt því að koma að verkefnum.

Kira Kira, er listamannsnafn Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur, sem fagnar hinu óvænta í leikgleði og spuna, ýmist ein! með kvikmyndavörpu eða með fjölbreyttum hópi listafólks, í performans, hljóð-happening, tónleikum eða sýningum þar sem listformin kyssast. Hún vinnur nú að listrænni kvikmynd í fullri lengd sem ber heitið “Tökum kaffi,” (e.!“Coffee!First”) en tónlistarmyndin “Amma Lo-fi –Kjallaraspólur Sigríðar Níelsdóttur” sem! hún gerði í félagi við Orra! Jónsson og Ingibjörgu Birgisdóttur var sýnd í MoMA í New York árið 2012 og var verðlaunuð á kvikmyndahátíðum víða umheim, á CPH Dox kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn þar sem hún tók fyrstu verðlaun.

 

www.kirakira.is