Níu nemendur í BA námi myndlistardeildar opna sýninguna FLÖTUR í (gamla) Kling & Bang, Hverfisgötu 42, laugardaginn 12. desember kl. 16.-18.

Nemendur á öðru ári í BA námi myndlistardeildar sem hafa sótt námskeið í umsjá Erling T.V. Klingenberg, Flötur sýna lokaniðurstöðu vinnu sinnar á þessari önn á sýningunni  FLÖTUR  í (gamla) Kling & Bang, Hverfisgötu 42.  Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 12. desember kl. 16.00

Níu nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands; Alfreð Óskarsson, Camilla Patricia Reuter, Florine Dain, Heiðrikur á Heygum, Jón Arnar Kristjánsson, Jökull Helgi Sigurðsson, Kristín Dóra Ólafsdóttir, Valgerður Ýr Magnúsdóttir og Ýmir Grönvold sýna valin afrakstur 15 vikna námskeiðs með áherslu á tvívíða miðla.

Kennarar námskeiðsins voru; Erling T.V. Klingenberg, Birgir Snæbjörn Birgisson, Sara Riel, Jón Proppé, Jón Ransu, Eric Wolf, Jóhann Ludwig Torfason og Halldór Úlfarsson.

ATH. sýningin verður einungis opin þennan eina dag.