Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 9.- 14. apríl 2019. 

 
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​
 
Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.
 
Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. 
 
 

13. apríl

FJÖLSKYLDUSTUND. HREYFING/DANSAÐ Í GEGNUM ÆVINTÝRI
 
Fjölskyldusmiðja fyrir börn á aldrinum 3-5 ára og forráðarmenn þeirra þar sem hægt verður að skyggnast inn í hugarheim ævintýranna í gegnum hreyfingu.
 
Gott er að koma í þægilegum fatnaði sem hægt er að hreyfa sig í. Hvor smiðja er 35 mínútur.
 
Umsjón: Guðrún Margrét A. Jóhannsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Ingunn Elísabet Hreinsdóttir.
 
Tímasetning
13. apríl, 12:00 - 12:35
 
Staðsetning
Borgarbókasafnið Gerðuberg
 
Heimilisfang
Gerðuberg 3, 111, Reykjavík
 
barnamenningarhatid_2019.jpg
 

Hér má nálgast alla dagskrá Barnamenningarhátíðar 2019