Nemendur myndlistardeildar fóru í fylgd Heklu Daggar Jónsdóttur prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands í fimm daga ferð til Ítalíu síðastliðinn september. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja síkjaborgina margrómuðu, Feneyjar, og berja augum frjóa listasenu sem streymir þangað annað hvert ár, á Feneyjatvíæringinn. 

Í fyrirlestrinum taka ferðalangarnir fyrir einstaka verk og listamenn sem höfðu áhrif á þá jafnframt því að fjalla um sýninguna í heild og tala um upplifun sýna af Feneyjum. Meðfram fyrirlestrinum verða sýndar myndir til þess að halda uppi fjörinu og spurningar eru meira en velkomnar.

Viðburður úr röðinni Viðburðir myndlistardeildar 2015-2016