(English below)

Endurheimt Landslag - Málþing um rannsóknartengda myndlist og skapandi rannsóknaraðferðir.

Málþingið fer fram í Laugarnesinu, 12. febrúar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Málþingið fer fram á ensku.

Markmið málþingsins, Endurheimt landslag, er að búa til vettvang fyrir þverfaglegar samræður um rannsóknartengda myndlist, listamanninn sem rannsakanda og skapandi rannsóknaraðferðir. Málþingið færir saman listamenn, sýningarstjóra og fræðimenn af ólíkum sviðum til að mynda tengsl, skiptast á aðferðum og hugmyndum um leið og þeir kynna ný verk, rannsóknarverkefni og gjörninga.

Endurheimt landslag á rætur sínar að rekja til listrannsóknarverkefnis Huldu Rósar Guðnadóttur, Keep Frozen, sem hún hóf árið 2010. Listakonan hefur farið víða með rannsóknir sínar, á Vestfirði Íslands, til New York borgar, til Marokkó og að lokum aftur heim til höfuðstaðs Íslands, Reykjavíkur. Verkefnið hófst á rannsókn Huldu á æskuminningum hennar frá höfninni og bryggjum og hélt svo áfram með aukinni áherslu á fagurfræði hafnarsvæða með tilliti til hafnarstarfsmanna (að hluta í tenslum við karlmennsku), hreyfingar og þess efnislega. Rannsókn hennar hefur endurspeglað hvernig fagurfræði hafnarinnar hefur breyst og hvernig höfnin hefur orðið að fórnarlambi svokallaðrar “miðstéttarvæðingar” (gentrification) sem hefur snúist um að skapa og viðhalda rómantískri hugmynd um bryggjusvæði. Rannsóknin samanstendur af video verkum, heimildarmynd, myndlistasýningum og bókaútgáfu.

Með þema málþingsins er litið á þetta viðfangsefni í víðara samhengi ásamt því að skoða hvernig landamæri eru að breytast og hvernig mismunandi landslag breytist á móti. Með auknum ferðamannastraumi víða um heim upplifa heimamenn stundum gesti sína taka yfir umhverfi sitt og landslagið – umhverfið sem þeim finnst vera sitt. Ísland er tilvalið dæmi um það hvernig landslaginu er í meiri mæli stýrt með ýmsum reglum og hvernig áhersla er lögð á ákveðna staði sem aðdráttarafl. Þetta vekur spurningar um stöðu mannsins gegn umhverfi sínu og breyttu landslagi. Það má líta þannig á að maðurinn sé í hálfgerðri tilvistarkreppu – þar sem hann finnur fyrir þörfinni að endurheimta gleymt landslag og hefðir. Vinnuafl og vald verður einnig skoðað í samhengi við breytt umhverfi þar sem karlkyns hlutverkið verður í aðalhlutverki og þau síbreytilegu mæri sem skilgreina það. 

Með vinnustofum, fyrirlestrum, gjörningum og opnu samtali við áhorfendur verður fjallað um þessi efni út frá sjónarmiði rannsóknartengdrar myndlistar.

 

Málþingið er styrkt af Norrænu Menningargáttinni og Norrænu Menningarsjóðnum.

Málþingið fer fram á ensku.

DAGSKRÁ

Fimmtudagur 11. febrúar 2016 

13:00 - 16:30 Hydra Reading Troupe Workshop #01 SPEAKING AS FISHES - A collaged reading of "The Many Headed Hydra" through the body sorcery of "Quota Queen" Vinnustofa undir leiðsögn Suza Husse í Hverfisgalleríi. 

17:00 Leiðsögn um sýninguna KEEP FROZEN 4. hluti – Hulda Rós Guðnadóttir – Listasafn ASÍ

Föstudagur 12. febrúar 2016 – Málþing

10:00 Setning málþings – kaffi
Aldís Snorradóttir, framkvæmdastjóri Hverfisgallerís og skipuleggjandi málþingsins, kynnir Suza Husse, skipuleggjanda málþingsins Sea Body Infrastructure Image, systurráðstefnu sem fór fram í Leipzig í lok janúar. Fundarstjóri, Berglind Jóna Hlynsdóttir, kynnir fyrirlesara dagsins.

10:30 – 11:30 Fyrirlestur - Stefanie Hessler – Sýningarstjóri með aðsetur í Stokkhólmi.
Stefanie mun tala um listrannsóknir út frá sjónarhorni sýningarstjórans, með birtingarmynd (eða algleymi) þeirra í sýningargerð að leiðarljósi. Verður það tilraun til að rekja þróun listasögu í sögu um (næstum) allt.

11:30 – 12:30 Fyrirlestur - Narve Hovdenakk – Myndlistarmaður með aðsetur í Osló og Kaupmannahöfn. 
Umbreyting – Karlmennska (rannsókn) – Narve mun tala um og kynna rannsóknir sínar og verk þar sem áhersla verður lögð á tilvistarlegan umbreytanleika karlmennsku.

12:30 – 13:30 Hádegishlé

13:30 – 14:30 Fyrirlestur - Gísli Pálsson og Oscar Aldred – Fornleifafræðingar með aðsetur á Íslandi, Svíþjóð og Bretlandi. 
Endurheimt Reykjavík: Minni, landslag og bráðnun fornleifa – Í fyrirlestri sínum munu þeir kanna “þyðnun” efnismenningar tengdri gamla hafnargarðinum í Reykjavík, sem hefur litið dagsins ljós eftir fjölda uppgraftra síðasta áratug – Skoðað verður þessa uppgreftri sem endurheimt að einhverju leyti og einnig skoðað óróleg áhrif þessa landslags á borgarskipulag Reykjavíkur. 

14:30 – 15:30 Fyrirlestur - Hulda Rós Guðnadóttir – Myndlistarmaður með aðsetur í Berlín.
Hulda mun tala um listrannsóknarverkefni sitt KEEP FROZEN Project. Einnig mun hún segja frá sýningu sinni í Listasafni ASÍ, KEEP FROZEN 4. hluti. 

15:30 Kaffihlé

16:00-18:00 Gjörningur - Olof Olsson - Myndlistarmaður með aðsetur í Kaupmannahöfn 
Driving the Blues Away - Fyrirlestur í gjörningaformi sem er í stöðugri þróun. Listamaðurinn fer um víðan völl í gjörningi sínum og fjallar á gamansaman en beittan hátt um félagsfræði, hagkerfi, ævisögur, tölvuvinnslu og margt margt fleira.

www.keepfrozenprojects.org

Mynd: Olof Olsson - Driving the Blues away.

-------------------------------------------------------------------------------------------

Reclaimed Landscapes - A symposium on art practice as research and creative research methods.

The aim of the symposium, Reclaimed Landscapes, is to create a forum for multi-disciplinary dialogues about art practice as research, artist as researcher and creative research methods. The symposium brings researchers from artistic, curatorial and theoretical fields together to engage, interact and share methods and ideas as they present new works, research projects and performances.

Reclaimed Landscapes originates in the ongoing artistic research project Keep Frozen by Hulda Rós Guðnadóttir, which she started in 2010. Her research has taken the artist to various places; The Westfjords of Iceland, New York City, Morocco and finally back home to Reykjavik, the capital of Iceland. The project started with her research on childhood memories of the harbor and the docks, and evolved into a broader focus on harbor aesthetics; considering dock labor (partly in relation to masculinity), its movements and materiality. Her research has reflected how the aesthetics of the harbor have changed and how it has become the victim of gentrification, which thrives on a romanticized conception of the docks. The body of research consists of videos, a documentary film, exhibitions and publications.

The Reclaimed Landscapes symposium examines this subject within a broader context and additionally reflects on how borders are shifting and how, in turn, various landscapes are changing. With respect to the increase in tourism around the globe, locals sometimes experience visitors taking over the environment and landscapes of their surroundings - the environment they feel is their own. The host country of the symposium, Iceland, is a prime example of how the landscape is becoming more regulated and defined by specific attractions. This raises questions of humans' positions on its environment and changing landscapes. It could be argued that man is in an existential crisis of some sort – feeling the need to reclaim forgotten landscapes and traditions. In relation to changing environments, labor and authority, with an emphasis on the male role, will also be reflected on and the ever blurring borders defining it.

Through workshops, lectures, performances and an open dialogue with the audience these issues will be examined from the perspective of art practice as research.

The symposium will be conducted in English.

PROGRAM

Thursday, 11th of February 2016

13:00 - 16:30 Hydra Reading Troupe Workshop #01 SPEAKING AS FISHES - A collaged reading of "The Many Headed Hydra" through the body sorcery of "Quota Queen" Workshop by Suza Husse. At Hverfisgalleri.

17:00 Guided tour of the exhibition KEEP FROZEN Part Four – Hulda Rós Guðnadóttir. At ASÍ Museum.

Friday, 12th of February 2016 Symposium

10:00 Symposium start, coffee.
Words of welcome by Aldís Snorradóttir, the director of the symposium. Suza Husse, the curator of Sea Body Infrastructure Image, will introduce the symposium that occurred in Leipzig in January. Moderator, Berglind Jóna Hlynsdóttir, introduces speakers. 

10:30 – 11:30 Lecture by Stefanie Hessler – Curator living in Stockholm.
Hessler will give a talk on artistic research from a curatorial point of view, within the purview of its manifestation (and oblivion) in exhibition making. It will be an attempt to trace the development from art history to a history of (nearly) everything.

11:30 – 12:30 Lecture by Narve Hovdenakk – Artist living in Oslo and Copenhagen.

Transformation Masculinity (Research) – Hovdenakk will give a talk and presentation about his research and work with a focus on an existential transformative masculinity. 

12:30 – 13:30 Lunch break

13:30 – 14:30 Lecture by Gísli Pálsson and Oscar Aldred - Archaeologists working in Iceland, Sweden and UK. 
Reclaiming Reykjavik: memory, landscape and a thawing of archaeology – In this talk they will explore the ‘thawing’ of the material culture associated with Reykjavík’s old harbor that has been brought to light in a series of excavations over the past decade - focusing on these excavations as a reclamation of sorts, as well as on this landscape’s uneasy role in Reykjavík’s city plans.

14:30 – 15:30 Lecture by Hulda Rós Guðnadóttir – Artist living in Berlin. 
Guðnadóttir will give a talk on the KEEP FROZEN Project and the exhibition KEEP FROZEN Part Four at ASÍ museum.
15:30 Refreshments 

16:00-18:00 Performance by Olof Olsson - Artist living in Copenhagen. 
Driving the Blues Away - A performative lecture. In a comical way he deals with various subjects ranging from sociology, economy, aesthetics, biography, computing and much much more.

www.keepfrozenprojects.org

Image: Olof Olsson performing Driving the Blues Away.