*This content is only in icelandic*

 

Um helgina sýna nemendur á 3. ári sviðshöfundabrautar einstaklingsverkefni sem þau hafa unnið að síðastliðnar sex vikur. Nemandur unnu að undir handleiðslu leiðbeinanda og tekur viðfangsefnið mið af áhugasviði og áherslum nemenda innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemandans, einstaklingsbundna sýn hans og samfélagslegar og menningarlegar skírskotanir verkefnisins. Leiðbeinendur voru Karl Ágúst Þorbergsson og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir.

 

Öll verkin eru sýnd á Sölvhóldgötu 13, 101 Rvk, nema verk Ölmu Mjallar og hafa þarf samband við hana sérstaklega til þess að bóka miða á netfangið almamjoll [at] gmail.com

 

Miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is

.

Miðapöntunum er svarað á skrifstofutíma (virkir dagar frá  9 - 15), ath að miðinn er ekki bókaður fyrr en staðfestingarpóstur þess efnis hefur borist. 

Lau/Sat
12.00: Alma Mjöll Ólafsdóttir - Mæting í Smiðjuna
14.00: Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir - Sýnt í Hrá sal 
15.00: Ragnar Ísleifur Bragason - Sýnt í Almyrkva
16.00: Maeve Guillery- Sýnt í Hráa sal
17.30: Gígja Sara H. Björnsson - Sýnt í Svarta sal 
18.15: Matthías Tryggvi Haraldsson - Sýnt í Svarta sal 
19.00: Hildur Selma Sigbertsdóttir - Sýnt í Almyrkva
20.00: Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir - Sýnt í Hráa sal 
 
Sun
12.00: Alma Mjöll Ólafsdóttir - Mæting í Smiðjuna
15.00: Ragnar Ísleifur Bragason - Sýnt í Almyrkva
16.00: Maeve Guillery - Sýnt í Hráa sal 
17.30: Gígja Sara H. Björnsson - Sýnt í Hráa sal 
18.15: Matthías Tryggvi Haraldsson - Sýnt í Svarta sal 
19.00: Hildur Selma Sigbertsdóttir - Sýnt í Almyrkva
 

 

Nánar má sjá um verkin hér að neðan

 

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Hefur þig alltaf langað að klífa Everest?!?! Nú er tækifærið! 

Er mikið að gera hjá þér? Eru jólin að gera þig stressaðann? Komin með leið á stjórnmálum? Þarftu ekki að komast í frí? 

KODDU AÐ KLÍFA EVEREST! 

Þorir þig að dreyma og fylgja draumunum þínum?! Það skiptir ekki máli hver þú ert, á hvaða stað í lífinu, veikburða, fátækur eða hræddur. Everest er stærsta fjall í heimi og ferðin upp það hefur ævinleg áhrif á þann sem reynir að klífa það. Vissulega deyja sumir við að reyna en fleiri lifa það af og koma til baka með nýja sýn á lífið! 

Alma Mjöll Ólafsdóttir. Fjallgöngukona með meiru leiðir ykkur upp fjallið 9. Eða 10. Desember. Aðeins tíu komast að í hvert skipti svo ekki hugsa ykkur um of lengi. 

(Ferðin tekur um 2 klukkutíma, frá kl 12.00 til sirka 14.00 laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. desember. Hafir þú áhuga, sendu Ölmu póst á netfangið: almamjoll [at] gmail.com

 

Maeva Guillery 

NARCOSIS

Experimenting the female body within an immersion in an oppressive and dreamlike atmosphere.

The performance takes inspiration from free-diving in monofin and use it as a structure. The diving process leads the performers and the audience in this journey, beginning and ending with a breath. Body and spirit travel together during the immersion, and experiment with unique states and sensations, specific to this space. 

The female body controls the stage and affirms its power and its influence on the others 's look. The woman decides her movements, her apparitions and chooses what to show or to conceal. She experiments different kinds of transformation and reveals her skin in the capacity of surface of expression and disruption of customs and perceptions. Showing other types of female representation allows the body to change and to escape from the fixed categories. Another perspective of the “original” body confronts us to the triviality of an agreed female body and shakes our understanding. The transformed woman can provoke and wake up the world, because metamorphosis means anti-determinism.

The light's incision in this undefined damp space reveals, as the body transformation, the crack, the abyss and illustrates the opening in the matter. Creating the discrepancy allows us to come out the usual and pre-established frameworks of thought. It produces a distance in time and in space, a trace between presence and absence in another place where the female body is used for its politic value.

 

Performers : 
Olesja Kozlovska as flower body
Maëva Guillery as W

 

Matthías Tryggvi Haraldsson 

Griðarstaður 

Einleikur eftir Matthías Tryggva Haraldsson
 
Í kúrsinum Einstaklingsverkefni skrifaði Matthías einleik og verður handritð leiklesið af Hákoni Jóhannessyni. Þakkir fær Helgi Grímur Hermannsson
 
„Sannleikurinn er sá að við kljáumst við þversagnir eins og svansmerktu martröðina á hverjum degi. Við viljum ekki gefa afslátt – við viljum fá afslátt. Þú þarna, þú vilt fá afslátt. Af svansmerktum vörum. En hann finnurðu ekki hér í Ikea. Við viljum lífsgæði – en hvað eru lífsgæði? Eru lífsgæði ást og hamingja? Nei. Öryggi og værð og dúnmjúk rúm og góðir draumar? Nei. Eru ekki lífsgæði að vera ekki alltaf með þetta helvítis samviskubit?“

 

 

Hildur Selma Sigbertsdóttir

Piece (mynd af peace merki)
2.desember 2013:
Ég er uppi á spítala að fæða barn. Á meðan dóttir mín kemur í heiminn fagnar Britney Spears 32 ára afmælinu sínu. Mér líður eins og hún sé og muni alltaf vera órjúfanlegur partur af lífi mínu.
 
Hvað veldur því að manneskja skrifi í dagbók, skrásetji líf sitt? Fyrir hvern er það? Er það til að muna? Til að fá skilning á sjálfinu? Skilning á tilfinningum? Er meiningin að flokka sjálfan sig? Skilgreina sig? 
Er meðvitundin um að einhver muni koma til með að lesa til staðar? Eða er þetta eingöngu fyrir mann sjálfan?
 
This is my piece. Piece of my story. Piece of my heart. Þér er boðið. Og Britney líka.
 
 
Ragnar Ísleifur Bragason 
"Gamli"
Höfundur: Ragnar Ísleifur Bragason
Leikari: Ragnar Ísleifur Bragason
 
Gamall maður er að gera alls konar heima hjá sér. Sópa, labba, sitja, pakka. Njótið þess að horfa á hann.
 
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
SHE

Einstaklingsverkefni Sigurlaugar Söru, þriðja árs nemanda á sviðshöfundabraut í samstarfi við Önnu Margréti Ólafsdóttur og Eylgó Hilmarsdóttur.

--
Fammi eða á fjórtándu hæð?
Of tipsy fyrir photoboothtrúnó, nær í meira rauðvín og speglar sig í tölvunni. 
Ein heima að klóra sér í píkunni. 
Kúgast við að tannbursta sig, hvern morgun, hvert kvöld. 
 
Aðeins sýnt laugardaginn 9. des
 
 
Gígja Sara H. Björnsson

Smjám Saman:

Katrín og Hjörtur eiga fallega fjölskyldu, tvö börn og eitt splúnkunýtt barnabarn. Allt virkar mjög eðlilegt þar til að Hjörtur kemur með smá gjöf handa fjölskyldunni.

Leiklestur úr örleikriti eftir Gígju Söru Björnsson

Leikarar:

Albert Halldórsson

Ebba Katrín Finnsdóttir

Hafdís Helga Helgadóttir

Helgi Grímur Hermannsson