Föstudaginn 11. desember opnar einkasýning Melanie Ubaldo kl. 17 í Kubbnum, sýningarrými myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Títill sýningarinar er “litla sæta asíska stelpan”
 

Ósnotur maður

er með aldir kemur,

það er best að hann þegi.

Engi það veit

að hann ekki kann,

nema hann mæli til margt.

Veit-a maður

hinn er vækti veit,

þótt hann mæli til margt.

-Hávamál

 

Málverkið er tjáning.

Það kemur að innan.

Fólk segir eitthvað við mig og úr verður texti.

Hann kemur að utan.

Textinn í verkunum kemur úr mismunandi tímapunktum úr lífi listamannsins.

 

Einkasýning 3 árs nema í myndlist

Á hverjum mánudegi og fimmtudegi frá 9. nóvember - 11. desember opna þrjár einkasýningar nemenda á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum Laugarnesi; í Naflanum sem er inn í miðju skólans, í Kubbnum á annarri hæð og síðast en ekki síst í Skúrnum sem sendur fyrir utan húsið austanmegin. Opnanir eru frá kl.17 mánudaga og fimmtudaga.

Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn Auðarson Jónsson, Sindri Leifsson og Finnbogi Pétursson.