Einkasýning Julia Zakhartchouk opnar 24. nóvember kl. 17:00 – 18:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:30 sem nálgast má HÉR.

Fortíðarbrot

Viðfangsefni sýningarinnar Fortíðarbrot eru fundnir hlutir sem eiga sér sögu; ónáttúrulegir en mótaðir af tíma og öflum náttúrunnar. Á þessari sýningu hafa hlutirnir öðlast nýjan tilgang og nýtt samband við umheiminn, þar sem þeir hafa verið fluttir úr samhengi sínu yfir í stafrænan myndheim. Þar mótast þeir af nýjum lögmálum og birtast okkur í senn framandi og kunnuglegir.

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Í hverri viku opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist