Mánudaginn 30. nóvember opnar einkasýning Evu Hrannar Rúnarsdóttur kl. 17 í Naflanum, sem staðsett er inn í miðju skólans, að Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Í einkasýningu sinni LÍK AM LEGT fæst Eva Hrönn Rúnarsdóttir við líkamann og málverkið.

Líkaminn, þyngd hans & léttleiki. Rýmið í sambandi við líkamann og persónuna. Staðleysa & tímaleysa, bið sem tekur engann enda. Líkamlegir, ólitríkir & skítugir litir. Sambandi áhorfanda við verkin og andrúmsloftið sem hann upplifir. Tilfinningarnar sem verkin skilja eftir hjá einstaklingum.

Eva Hrönn Rúnarsdóttir

Einkasýningar 3. árs nema í myndlist

Á hverjum mánudegi og fimmtudegi frá 9. nóvember - 11. desember opna þrjár einkasýningar nemenda á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum Laugarnesi; í Naflanum sem er inn í miðju skólans, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Skúrnum sem sendur fyrir utan húsið austanmegin. Opnanir eru frá kl.17 mánudaga og fimmtudaga.

Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn Auðarson Jónsson, Sindri Leifsson og Finnbogi Pétursson.