Einkasýning Birkis Mars Hjaltested opnar fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17:00 – 19:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Er þetta sjálfsást eða er ég bara sjálfselsk mella?
Viltu neyta mín? Langar þig ekki að neyta mín?
Komdu að neyta mín.
Birkir Mar Hjaltested er heitasta neysluvaran í dag. Allir eru gjörsamlega að missa sig yfir honum, þau fá ekki nóg.
Ekki láta þetta tilboð framhjá þér fara!
 
Boðið verður upp á G&T à la pabbi og ljósmyndir á meðan birgðir endast.
 
Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.