Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 9.- 14. apríl 2019

 
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​
 
Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.
 
Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. 
 
Nemendur listkennsludeildar LHÍ taka virkan þátt í Barnamenningarhátíð 2019 og bjóða upp á þrjár smiðjur fyrir áhugasöm börn og aðstandendur þeirra.
 

14. apríl

 

 

BRÚÐULEIKHÚS – ÞEGAR HVERSDAGSLEGIR HLUTIR LIFNA VIÐ
 
 
Þátttakendur fá að upplifa og hafa áhrif á það hvernig hversdagslegir hlutir öðlast líf. Það má búast við alls kona ævintýrum í þessari fjölskyldusmiðju.
 
Umsjón Anna Íris Pétursdóttir, J. Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophaníasdóttir.
 
Tímasetning
14. apríl, 12:00 - 12:35
 
Staðsetning
Borgarbókasafnið Gerðuberg
 
Heimilisfang
Gerðuberg 3, 111, Reykjavík
 
barnamenningarhatid_2019.jpg