Arkitektúr, líkami og skynjun: hönnun heilbrigðisstofnana og annarra mannvirkja með heilsu og vellíðan í huga.

Fimmtudaginn 6. febrúar halda Listaháskóli Íslands (LHÍ), Arkitektafélag Íslands (AÍ) og SARQ arkitektar málþing um hönnun heilbrigðisstofnana og annarra mannvirkja með heilsu og vellíðan í huga. Auknar rannsóknir og aukin þekking hafa sýnt fram á gríðarlegt mikilvægi góðs arkitektúrs í hönnun mannvirkja fyrir heilbrigðisþjónustu. Ekki eingöngu getur góður arkitektúr sparað heilbrigðiskerfinu tíma og háar fjárhæðir heldur getur góður arkitektúr haft jákvæð áhrif á líf sjúklinga og líðan þeirra.
Frummælendur á málþinginu eru margverðlaunaðir arkitektar sem flestir hafa sérhæft sig í hönnun húsnæðis með heilsu og vellíðan í huga. Fundarstjóri er Anna María Bogadóttir, arkitekt og lektor við LHÍ.
Fyrir þá sem ekki komast verður málþinginu streymt hér: live.lhi.is
 
DAGSKRÁ
Sigrún Alba Sigurðardóttir forseti hönnunar- og arkitektúrdeildar opnar málþingið.
 
15:00–15:20         
Javier Sánchez Merina, arkitekt
THERAPEUTIC ARCHITECTURE FOR AUTISM      
Beyond physical accessibility
(fyrirlestur á ensku)
 
15:20–15:40         
Björn Guðbrandsson, arkitekt
Hugmyndafræði + allskonar – Leiðin að Seltjörn
 
15:40–16:00         
Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt
Hönnun nýs Landspítala – er eitthvað vit í þessu?
 
16:00–16:20 Hlé
 
16:20–16:40         
Hrólfur Cela, arkitekt
Hjúkrunarheimilið á Höfn í Hornafirði – Lífsgæði og staðarandi
 
16:40–17:00         
Hrafnhildur Ólafsdóttir, arkitekt
2020: vangaveltur um heilsu og sjúkrahús
 
17:30– 18:00
Pallborðsumræður
Halldóra Arnardóttir, listfræðingur; Björn Guðbrandsson, Ögmundur Skarphéðinsson, Hrólfur Cela og Hrafnhildur Ólafsdóttir.
 
Boðið verður upp á veitingar á kaffistofu Veraldar að málþingi loknu.