Þýsk-íslenski hljóðfærahópurinn Adapter verður með vinnustofu fyrir tónskáld og hljóðfæraleikara í Sölvhóli, mánudaginn 26. september kl. 13-15. Í vinnustofunni mun hópurinn leggja áherslu á að kynna hvernig hann nálgast flutning samtímatónlistar og samstarf við tónskáld frá mismunandi sjónarhornum auk þess sem lögð verður áhersla á að kynna hljóðfæraskipan hópsins og þá möguleika sem hún býr yfir. Tónlistardeild LHÍ og Adapter hyggja á reglulegt samstarf sem mun m.a. birtast í því að nemendur skólans semji verk fyrir hópinn og munu fyrstu skrefin að þremur nýjum tónsmíðum verða tekin í vinnustofunni.