Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi í myndlist.
 
Á námskeiðinu verður brugðið ljósi á afmarkaðan þátt listasögunnar í ljósi sögu hugmyndanna um Eros. Stuðst verður við fræðilega texta frá ólíkum tímum eftir Platon, Erwin Panofsky, Edgar Wind, Loan P. Couliano, Jean-Pierre Vernant, Michel Foucault , Karl Kerényi, einnig kviður Hómer, gríska harmleiki o.fl. og leitast við að nota textana til að varpa ljósi á myndlíkingar ástarinnar í sögu listarinnar sem spannar ekki bara sögulegan tíma og landfræðilegt rými, heldur líka goðsögulegt rými allt frá hæstu hæðum himinfestingarinnar til hins dýpsta myrkurs undirheimanna.
 
Námsmat: Verkefni, umræður og ritgerð
 
Kennari: Ólafur Gíslason
 
Staður og stund: Þriðjudögum kl. 8:30 - 10:10, Laugarnesvegi 91
 
Tímabil: 14. janúar - 24. mars 2020
 
Einingar: 4 ECTS
 
Verð:  49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is