Erasmus+ styrkur til starfsþjálfunar við LHÍ

Undirbúningsferli

1. Nemandi ræðir verkefni og vinnufyrirkomulag við móttökuaðila.
 
2. Nemandi sendir eftirfarandi til alþjóðaskrifstofu:
-Nafn og land móttökuaðila.
-Dagsetningar starfsnámsins.
-Tungumál starfsnámsins.
-Yfirlýsingu um tryggingarmál undirritaða af nemanda. Skjalið má nálgast hér.
 
Nemendur sem sækja um að vera í starfsþjálfun í 6 mánuði eða lengri tíma þurfa að biðja móttökuaðila um að senda tölvupóst til alþjóðaskrifstofu þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:
-Rökstuðningur fyrir lengd starfsþjálfunar.
-Með hvaða hætti móttökuaðili mun veita nemanda þjálfun.
 
3. Í framhaldi sendir alþjóðaskrifstofa eftirfarandi til nemanda:
-Styrksamning sem nemandi undirritar hjá alþjóðaskrifstofu eða skilar í frumriti.
-OLS tungumálapróf sem nemandi leysir á netinu. Ef tungumál starfsþjálfunar er móðurmál nemanda þarf ekki að taka OLS tungumálapróf.
 
4. Nemandi fyllir út í starfsnámssamning í samráði við móttökuaðila og alþjóðaskrifstofu. Sjá leiðbeiningar hér að neðan.
 
5. Þegar að skrefum 1-4 er lokið fær nemandi fyrstu greiðslu styrksins, 70% heildarstyrks.
 

Leiðbeiningar um starfsnámssamning

1. Nemandi hleður niður starfsnámssamningsforminu sem finna má á síðunni hér til hægri.
 
2. Nemandi fyllir inn alla hluta starfsnámssamningsins í samráði við móttökuaðila.
 
Mikilvægar upplýsingar
Detailed programme of the traineeship
 
Í þessum hluta þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:
 
-Dagsetningar starfsnámsins.
-Markmið starfsnámsins og rökstuðningur fyrir vali á mótttökuaðila.
-Greinargóð lýsing á verkefnum og ábyrgð starfsnemans.
-Verk- og tímaáætlun sem gefur til kynna framvindu verkefna starfsnema.
 
Learning outcomes
 
Hér þarf að koma fram greinargóð lýsing á þeirri hæfni, leikni og þekkingu sem nemandi vill hafa öðlast í lok starfsþjálfunar. Athugið að mikilvægt er að þessi markmið kallist á við þau verkefni sem eru sett fram í lýsingunni á starfsþjálfuninni.
 
Monitoring plan
 
Hér á að koma fram lýsing á vinnufyrirkomulagi sem verður haft í starfsnáminu sem og hvernig samskiptum við leiðbeinanda verður háttað.
 
Evaluation plan
 
Í þessum hluta skrifar nemandi: The student will receive a Traineeship certificate at the end of the placement period.
 
Praktískar upplýsingar
 
Tengliður í heimaskóla (sending institution) er: Sunna Þorsteinsdóttir, Project Manager, international [at] lhi.is, +3545452222.
 
Tafla B:
Fyrir starfsnám að sumri er hakað við "The traineeship is voluntary" og að nemandi fái 2 ECTS einingar. Hakað við "yes" fyrir Transcript of Records og Diploma Supplement, en "no" fyrir Europass.
Fyrir starfsnám eftir útskrift er hakað við "The traineeship is carried out by a recent graduate" og hakað við "no" í önnur box. 
Allir: Í tryggingarhluta er hakað við "no".
LHÍ veitir ekki nemendum tryggingar í starfsþjálfun, en gert er ráð fyrir að móttökuaðili eða nemandi sjálfur sjái um tryggingamál (nánari upplýsingar í tryggingaryfirlýsingu til hliðar).
 
 
3. Nemandi skrifar undir samninginn, fær undirritun hjá móttökuaðila og sendir hann svo á á alþjóðaskrifstofu.

 

Eyðublöð

Tengiliður vegna starfsnáms

Alþjóðaskrifstofa, international [at] lhi.is