End of an Era er útskriftarverk nema á samtímadansbraut 2018
Þeim er ætlað að dansa þetta verk saman.

Útskriftarsýning dansara markar bæði upphaf og endalok. Hún er eins konar manndómsvígsla þar sem þau ljúka með þessu verki þriggja ára tímabili saman sem nemendur og dansa sig inn í næsta tímabil sem atvinnudanslistamenn. Hér kveðja þau hið liðna og fagna hinu ókomna. Eitt hefur leitt af öðru, ein hreyfing inn í aðra, ein alda varð að annarri og skapaði að lokum flóðbylgju sem umbreytist enn á ný.
 
Verkið sækir innblástur sinn í hvernig dans hefur í gegnum aldirnar sameinað manneskjur á tímamótum. Dansathafnir sem tengja saman hjörtu, sálir, líkama og efla samkennd og samveru þeirra sem taka þátt. Lagt var upp í rannsókn á keðjum, keðjuverkun og hvernig hægt er að byggja upp og brjóta niður hringrásir upphafs og endaloka til að skapa dans tileinkaðan hinni ókomnu framtíð.

 

Útskriftarefnin: 

Ástrós Guðjónsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Kari Vig Petersen, Klavs Leipins, Pauline Van Nuffel, Selma Reynisdóttir, Sólbjört Sigurðardóttir og Yelena Arakelow.
Inga Magnes Weisshappel útskriftarnemi í tónsmíðum semur tónlistina.

 

Danshöfundur

Katrín Gunnarsdóttir

 

Höfundur búninga og leikmyndar

Eva Signý Berger

 

 

 

End of an era from LHÍ Sviðslistir on Vimeo.