This information is not available in English for the time being. This will be updated soon. 
 

Umsóknarferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er á stöðluðu rafrænu formi.
 
Umsóknarferlið er í þremur skrefum, fyrst er sótt um rafrænt, síðan er umsóknargjald borgað og þriðja skrefið er að prenta út umsóknina. Síðan þarf að skila umsókninni á skrifstofu viðkomandi deildar auk annarra umsóknargagna sem viðkomandi deild óskar eftir.
 
Athugið að ljósmynd þarf að fylgja rafrænni umsókn. Umsóknir sem sendar eru í pósti skulu póstlagðar eigi síðar en auglýstur frestur rennur út. Umsóknargjald er 5.000 kr. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni.
 

Umsóknin

Til að umsókn sé fullgild þarf að borga umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:
 
1. Rafræn umsókn
 
2. Prentuð og undirrituð umsókn
 
3. Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki)
 
4. Mappa (Portfolio)
Umsækjendur skulu safna sýnishornum af verkum sínum saman í möppu (portfolio).
 
Mappan skal innihalda að minnsta kosti fimm sýnishorn og ekki fleiri en tíu, sem eiga að endurspegla persónuleika nemandans, varpa ljósi á helstu hugðarefni hans og úr þeim á að vera hægt að lesa hvaða hæfileika hann hefur til frumlegrar sköpunar og framsetningar á hugmyndum sínum.
 
Í raun rúmast allt innan möppunnar sem að mati nemandans getur með einum eða öðrum hætti lýst því sem hann vill ná fram með vinnu sinni á viðkomandi sviði og getur vitnað til um hvort hann hefur hæfileika til að koma því á framfæri við aðra.
 

Inntökuferli

Inntökunefnd velur úr hópi umsækjenda, en auk mats á umsóknum með tilliti til formlegra skilyrða byggir valið á verklegu inntökuprófi og viðtölum:
  • Mat á umsóknum með tilliti til formlegra skilyrða
  • Inntökupróf 1. þrep (skipt í hópa, 1/2 dagur hver hópur)
  • Inntökupróf 2. þrep úrtakshópar (1/2 dagur hver hópur
  • Inntökupróf 3. þrep, úrtakshópur (3 dagar)
 

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið  stúdentsprófi eða sambærilegu námi og æskilegt er að þeir hafi lokið framhaldsstigi í dansi eða sambærilegu námi.
 

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.