This information is not available in English for the time being. 
 

Umsóknarferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er á stöðluðu rafrænu formi.
 
Umsóknarferlið er í tveim skrefum, fyrst er sótt um rafrænt svo er umsóknargjald borgað.
 
Athugið að ljósmynd þarf að fylgja rafrænni umsókn.
Umsóknargjald er 5.000 kr. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni.
 

Umsóknin

Til að umsókn sé fullgild þarf að borga umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:
 
1. Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki)
a) Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn, eða
 
b) Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn

Inntökuferli

Verið er að endurskoða inntökuferli í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19.
Nánari upplýsingar eru væntanlegar von bráðar.
 

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið  stúdentsprófi eða sambærilegu námi.
 

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

HAFA SAMBAND

Dagmar Atladóttir, 
Deildarfulltrúi Sviðslistadeildar
dagmar [at] lhi.is

 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Skólagjöld
Forsíða sviðslistadeildar