This information is not available in English for the time being. This will be updated soon. 
 

Umsóknarferli

Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er á stöðluðu rafrænu formi.
 
Umsóknarferlið er í þremur skrefum, fyrst er sótt um rafrænt, síðan er umsóknargjald borgað og þriðja skrefið er að prenta út umsóknina. Síðan þarf að skila umsókninni á skrifstofu viðkomandi deildar auk annarra umsóknargagna sem viðkomandi deild óskar eftir.
 
Athugið að ljósmynd þarf að fylgja rafrænni umsókn. Umsóknir sem sendar eru í pósti skulu póstlagðar eigi síðar en auglýstur frestur rennur út. Umsóknargjald er 5.000 kr. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni.
 

Umsóknin

Til að umsókn sé fullgild þarf að borga umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:
 
1. Rafræn umsókn
 
2. Prentuð og undirrituð umsókn
 
3. Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki)
 

Inntökuferli

Við inntöku í leikaranámið er skipuð sérstök inntökunefnd sem velur umsækjendur í nám, valið byggir á inntökuprófum og viðtölum. 
Inntökunefnd hefur eftirfarandi þætti til viðmiðunar við mat á umsækjendum: Hugmyndaauðgi, líkamsbeiting, rýmisskynjun, raddbeiting, textavinna, samvinna, tjáning og gagnrýnin hugsun og samsömunarhæfni.
 
Ferlið er eftirfarandi:
  • Mat á umsóknum með tilliti til formlegra skilyrða
  • Inntökupróf 1. þrep (skipt í hópa, 1/2 dagur hver hópur)
  • Inntökupróf 2. þrep úrtakshópar (1/2 dagur hver hópur)
  • Inntökupróf 3. þrep, úrtakshópur (3 dagar)
Umsækjendur skulu undirbúa 3 verkefni sem samanlagt mega ekki taka meira en 6 mínútur í flutningi. Tvö þeirra skulu vera eintöl. Annað eintalið skal vera í bundnu máli (leiktexti, ekki ljóð). Hitt eintalið skal vera leiktexti í óbundnu máli. Þriðja verkefnið skal vera eintal, atriði eða gjörningur, sem umsækjandi telur að endurspegli hann og hans hugðarefni. Þessi þáttur má taka það form sem umsækjandi telur við hæfi.
 
Við undirbúning er umsækjendum bent á að velta fyrir sér þeim þáttum sem dómnefnd hefur til viðmiðunar um mat á framlagi þeirra. Áhersla er lögð á að verkefnin séu ólík.
 
Umsækjendur sem fara áfram í úrtökuhóp á 2. og 3. þrepi munu fá sendar upplýsingar um frekari undirbúning. Prófið samanstendur af mörgum ólíkum þáttum t.a.m dans- og líkamsæfingum og er mælst er til að umsækjendur komi í hentugum fatnaði.
 

Að inntökuferli loknu er allt að 10 umsækjendum boðin skólavist.

 

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið  stúdentsprófi eða sambærilegu námi.
 

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Ekki er tekið inn skólaárið 2020-21

 

HAFA SAMBAND

Ingibjörg Huld Haraldsdóttir, 
Verkefnastjóri Sviðslistadeildar
ingibjorghuld [at] lhi.is

 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Skólagjöld
Forsíða sviðslistadeildar