This information is not available in English for the time being. 

​Umsóknarferli

Umsóknarferlið gengur þannig fyrir sig að fyrst er rafræn umsókn fyllt út, umsóknargjald greitt og umsókn staðfest. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni. Athugið að ljósmynd af umsækjanda þarf að fylgja rafrænni umsókn.  Í rafrænu umsókninni gefst umsækjanda kostur á að tilgreina ástæður umsóknar, markmið, framtíðarsýn og fleira í stuttum texta.
 
Fyrsta þrepið í inntökuferli leikarabrautar er í formi myndbandsupptöku af flutningi á eintali umsækjenda. Myndbandsupptakan er send með rafrænni umsókn sem viðhengi. Sjá nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan. 

Umsóknin

Til að rafræn umsókn sé fullgild þarf að borga umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að fylgja:
 
1. Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki).
 
a) Skannið frumrit  af prófskírteinum og hengið við umsókn, eða
 
b) Fáið staðfest afrit af prófskírteinum með stimpli frá viðkomandi skóla, skannið og hengið við umsókn.
 
2. Myndbandsupptaka af flutningi á eintali.
 
Umsækjendur fá staðfestingu á því að LHÍ hafi móttekið umsóknina eftir að deildarfulltrúar hafa gengið úr skugga um að umsækjandi hafi skilað inn öllum nauðsynlegum fylgiskjölum. Umsóknin er fyrst fullkláruð þegar myndbandsupptöku af eintali hefur verið skilað.

Inntökuferli

Deildarforseti skipar fjögurra manna inntökunefnd í samráði við fagstjóra.  
Inntökunefnd hefur það hlutverk að velja þá einstaklinga sem hún telur að hafi menntun og hæfileika til að nýta sér það nám sem í boði er á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Ekki skal túlka mat nefndarinnar á þann hátt að í því felist dómur um listræna hæfileika umsækjenda almennt. 
Inntökuferlið er í þremur þrepum. Í 2. og 3. þrepi situr áheyrnarfulltrúi nemenda leikarabrautar en hann hefur ekki atkvæðarétt í nefndinni. 
Störf inntökunefndar eru trúnaðarmál og birtir hún ekki umsagnir um einstakar umsóknir. Úrskurður hennar er endanlegur og verður ekki vísað til endurskoðunar annarsstaðar innan skólans.

1. ÞREP

 • Rafræn umsókn + Myndbandsupptaka af flutningi á eintali. 
 • Opnað fyrir umsóknir 16. október 2023.
 • Lokað fyrir umsóknir 30. nóvember 2023.
 • Þriggja manna inntökunefnd horfir á myndbönd þeirra sem uppfylla öll inntökuskilyrði.
 • Niðurstöður úr 1. þrepi verða sendar til umsækjenda með tölvupósti í desember 2023.
Þættir sem inntökunefnd metur í 1. þrepi  eru: 
 • Samsömunarhæfni. 
 • Textavinna: Hæfni og möguleikar umsækjanda til að nálgast texta og vinna úr honum á skapandi hátt. 
 • Hugmyndaauðgi: Hæfni til að finna hugmyndum sínum farveg með skapandi hætti.

Leiðbeiningar fyrir 1. þrep.

Hagnýtar leiðbeiningar fyrir mynbandsupptökuna:
Myndbandsupptakan má vera að hámarki tvær mínútur. 
 • Ef tvær mínútur duga ekki til að flytja allan textann þá er leyfilegt að klippa framan af eða aftan af upptökunni svo hún verði 2 mínútur.
 • Innsenda upptakan þarf hinsvegar að vera óslitin þ.e. ekki er leyfilegt að skeyta saman tveimur eða fleiri upptökum.
 • Það skiptir ekki máli hvort við fáum að sjá nákvæmlega allt. Mikilvægast er að þú sért sátt/ur.
 • Með 2 mínútna reglunni erum við að gæta að jafnrétti allra umsækjenda. Allir fá sama tíma í þessu þrepi sem og í þrepi 2 og 3.
 • Umsóknin er talin ógild og verður ekki metin ef myndbandið hefur verið slitið í sundur eða er lengra en tvær mínútur. 
 • Flutningurinn verður að fara fram á íslensku.
 • Það skiptir ekki máli fyrir hvaða kyn hlutverkið var upphaflega skrifað.
 • Ef umsækjendur kjósa mega þeir breyta persónugerð orða. Dæmi: ,,ég er glöð - ég er glaður - ég er glatt"
 • Að öðru leyti er ekki leyfilegt að breyta textanum. 
 • Þar sem um eintal er að ræða er ekki æskilegt að hafa mótleikara.
 • Taktu upp myndbandið eins og þú værir fyrir framan áhorfendur. 
 • Gakktu úr skugga um að myndin sýni allan líkamann.
 • Mikilvægt er að upptakan sé góðum mynd- og hljóðgæðum.
 • Upptakan skal vera tekin upp í einni töku og án aðdráttar (zoom).
 • Upptökubúnaðurinn verður að vera kyrr meðan á tökunum stendur. Lóðrétt eða lágrétt upptaka er valkvæð (portrait / landscape).
 • Ekki skal notast við neina leikmuni.
 • Ekki skal nota tónlist eða hljóðmynd.
 • Ekki skal bæta við neinum tæknibrellum (effect).
Hér má skoða leiðbeiningar myndband:
 
 
Hvernig deila á myndbandsupptökunum:
Við tökum á móti myndböndum í gegnum lokaða Youtube rás (Unlisted Youtube link)
Nefnið videoið eftir þessari formúlu:
- Fullt nafn umsækjenda – Braut sem sótt er um: t.d. „Jón Jónsson –  Leikarabraut“
- Afritið slóðina og setjið í viðeigandi lið (H lið) í rafrænu umsókninni.
Hér má sjá kynningarvideo á hvernig hlaða á upp "unlisted" youtube myndbandi:

2. ÞREP

 • Umsækjendur sem komast áfram í 2. þrep fá nánari upplýsingar sendar með tölvupósti.
 • Inntökumatið í 2. þrepi fer fram í janúar 2024.
 • 2. þrep samanstendur af radd- og líkamsupphitun, hópverkefni og flutningi á tveimur eintölum; sama eintal og flutt var á myndbandinu sem skilað var með umsókn og annað eintal sem þeir velja til viðbótar. Eintalið skal vera valið af síðu skólans og vera ólíkt því fyrra. Annað eintalið skal vera í bundnu máli (leiktexti, ekki ljóð). Inntökunefnd fær að sjá brot úr báðum eintölum og leikstýrir öðru þeirra.
 • Niðurstöður úr 2. þrepi verða sendar til umsækjenda með tölvupósti fyrri part janúar 2024.
Þættir sem inntökunefnd metur í 2. og 3. þrepi eru:  
 • Samsömunarhæfni. 
 • Líkamsbeiting: hæfni og möguleikar umsækjanda til líkamlegrar vinnu í rými og tíma. Horft er m.a til mýktar, úthalds, hrynjanda og styrks. 
 • Rýmisskynjun: hæfni og möguleikar umsækjanda til að skynja líkama sinn í samhengi við það rými og þær aðstæður sem hann er í hverju sinni. 
 • Raddbeiting: hæfni og möguleikar umsækjanda til að vinna með mýkt, úthald, hrynjandi og styrk raddarinnar. 
 • Textavinna: hæfni og möguleikar umsækjanda til að nálgast texta og vinna úr honum á skapandi hátt.  
 • Samvinna: hæfni umsækjanda til samvinnu. Hvernig viðkomandi tekur leiðbeiningum og hugmyndum annarra. Horft er til sjálfstæðis og frumkvæðis í vinnu. 
 • Hugmyndaauðgi: Hæfni til að finna hugmyndum sínum farveg með skapandi hætti. M.a. er horft til forvitni og áræðni í hugmyndum og framsetningu. 
 • Tjáning og gagnrýnin hugsun: hæfni umsækjanda til að tjá sig um þau verkefni sem hann velur sér og fyrir hann eru lögð.: Hæfni til að finna hugmyndum sínum farveg með skapandi hætti.

3. ÞREP

 • Umsækjendur sem komast áfram í 3. þrep fá nánari upplýsingar sendar með tölvupósti.
 • Inntökumatið í 3. þrepi fer fram um miðjan janúar 2024.
 • Þeir umsækjendur sem boðið er að taka þátt í þriðja þrepi taka þátt í vinnustofu sem fer fram á 6 daga tímabili.
 • 3. þrep samanstendur af radd- og líkamsvinnu, textavinnu og verkefnavinnu með áherslu á frumsköpun og senuvinnu. 
 • Niðurstöður úr 3. þrepi verða sendar til umsækjenda með tölvupósti í lok janúar 2024.
 • Þeir umsækjendur sem fá boð um skólavist þurfa að staðfesta skólavist sína með tölvupósti fimm vikum eftir að niðurstöður eru birtar og með því að greiða staðfestingargjald. Gjaldið er óafturkræft en gengur upp í skólagjöld mæti viðkomandi til náms um haustið.

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Listnám er tekið til greina þegar umsókn er metin.

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

Opnað fyrir umsóknir: 16. október 2023

Umsóknarfrestur: 30. nóvember 2023

Upphaf haustannar: Ágúst 2024

Umsóknargjald: 5000 kr.

UMSÓKN

Rafræn umsókn

HAFA SAMBAND

Marinella Arnórsdóttir,  deildarfulltrúi sviðslistadeildar, marinella [at] lhi.is

ALGENGAR SPURNINGAR

Algengar spurningar

FLÝTILEIÐIR

Skólagjöld
Forsíða sviðslistadeildar

Programme director

Arts education provides the student with a good backpack for a long and unpredictable journey. It is important to take off with something to eat, the right kit and have a pretty good idea where your heading. 

The Acting Programme focuses precisely on this goal: to provide young artists with the neccessary skills to travel into the exciting landscape of the performing arts. The basic elements of acting studies are based on old traditions, but students are also introduced to fresh ideas and methods. While human nature doesn't change the "staging" of our excistence changes constantly.